Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2022 21:21 Bílaleigur minnkuðu margar hverjar við sig í heimsfaraldrinum en eru aftur farnar að bæta í. Vísir/Vilhelm Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. „Já, ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér. Við sjáum að núna, frá því að höftin voru leyst á ferðir á milli landa um miðjan febrúar eða svo, að þá tók þetta nokkuð við sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Hann bendir á að bókunarstaða hótela um páskana sé nú í kringum 50 prósent en sé strax komin upp í um 70 prósent yfir sumarmánuðina, sem teljist mjög gott. „Fólk er farið að bóka ferðir með styttri fyrirvara heldur en áður, þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að það verði ágæt bókunarstaða hér í sumar.“ Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu.Vísir/Egill Þá er bjart yfir hjá bílaleigum og það má glögglega sjá þegar rýnt er í tölur frá Bílgreinasambandinu, en það sem af er ári hafa bílaleigur keypt 1030 nýja fólksbíla, borið saman við 300 allt árið í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra minnkuðu við sig í faraldrinum. „Síðustu vikur hafa verið annasamar og við erum í raun bara að setja allt á flug eftir covid,“ segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu. „Það er mikið að gera um páskana og það verður mikið að gera í sumar, það er alveg ljóst,“ bætir Kristján við. Marianna og Bogdan eru á sínu fyrsta ferðalagi eftir heimsfaraldurinn, en Bogdan fékk ferðina í afmælisgjöf frá sinni heittelskuðu. Þau segja Ísland að öllu leyti fullkomið, að vindinum undanskildum.Vísir/Egill Jóhannes Þór tekur undir að bjartir tímar séu fram undan í ferðaþjónustu og spáir því að ferðamannastraumurinn komist í eðlilegt horf eftir um tvö ár og verði þá í kringum 1,8 milljónir á ári. Bílar Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Já, ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér. Við sjáum að núna, frá því að höftin voru leyst á ferðir á milli landa um miðjan febrúar eða svo, að þá tók þetta nokkuð við sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Hann bendir á að bókunarstaða hótela um páskana sé nú í kringum 50 prósent en sé strax komin upp í um 70 prósent yfir sumarmánuðina, sem teljist mjög gott. „Fólk er farið að bóka ferðir með styttri fyrirvara heldur en áður, þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að það verði ágæt bókunarstaða hér í sumar.“ Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu.Vísir/Egill Þá er bjart yfir hjá bílaleigum og það má glögglega sjá þegar rýnt er í tölur frá Bílgreinasambandinu, en það sem af er ári hafa bílaleigur keypt 1030 nýja fólksbíla, borið saman við 300 allt árið í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra minnkuðu við sig í faraldrinum. „Síðustu vikur hafa verið annasamar og við erum í raun bara að setja allt á flug eftir covid,“ segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu. „Það er mikið að gera um páskana og það verður mikið að gera í sumar, það er alveg ljóst,“ bætir Kristján við. Marianna og Bogdan eru á sínu fyrsta ferðalagi eftir heimsfaraldurinn, en Bogdan fékk ferðina í afmælisgjöf frá sinni heittelskuðu. Þau segja Ísland að öllu leyti fullkomið, að vindinum undanskildum.Vísir/Egill Jóhannes Þór tekur undir að bjartir tímar séu fram undan í ferðaþjónustu og spáir því að ferðamannastraumurinn komist í eðlilegt horf eftir um tvö ár og verði þá í kringum 1,8 milljónir á ári.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira