Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 16:18 Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA. Vísir/Arnar Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið. Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið.
Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira