„Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir krýpur á hné ásamt liðsfélögum sínum í Orlando Pride á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna ómar, fyrir leik gegn Washington Spirit 19. mars. Landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur rann blóðið til skyldunnar að taka þátt í baráttunni gegn nýsamþykktri lagasetningu í Flórída sem gagnrýnendur hafa kallað „Don‘t say gay“. Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira