Segir að orðræða XD í orkumálum sé „þreytt og hálfóþolandi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 17:38 Borgarfulltrúi Pírata segir að gera þurfi miklu meira en að ráðast í orkuskipti til að tryggja framtíð komandi kynslóða. Aðsend Á fundi borgarstjórnar í dag var tekist á um orkumál en Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögu sem miðar að því að borgarstjórn álykti um að hvetja Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna virkjanamöguleika á starfssvæði OR. Fram undan væru orkuskiptin sem kölluðu á mun meiri raforkuframleiðslu auk þess sem bætt orkuöryggi væri brýnna í ljósi alþjóðamála. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, steig í pontu og sagði að orðræða Sjálfstæðisflokksins í orkumálum væri „þreytt og hálfóþolandi“. „Að hin eina sanna lausn við loftslagsmálunum séu orkuskiptin. Ég vil minna á það að í greiningu á því hvað þarf til svo að hægt sé að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins kemur fram að orkuskiptin, jafnvel þó þau fari fram úr björtustu áætlunum, muni ekki duga til. Það verður að gera miklu meira. Orkuskiptin eru mikilvæg, ekki misskilja mig, en þau eru ekki hinn heilagi kaleikur.“ Það verði eitthvað undan að láta; breyta þyrfti ferðavenjum og draga úr notkun einkabílsins. Það yrði að minnka sóun og rýna í forgangsröðun á nýtingu auðlinda. „Hvernig erum við að nýta raforkuna okkar í dag, sem dæmi? Erum við bara sátt við þá forgangsröðun? Svo sátt að það sé bara ekkert tiltökumál að virkja alltaf meira og meira? Hve lengi þá spyr ég, hve mikið og hvenær á því eiginlega að linna?“ Dóra sagði að línulegur vöxtur væri ekki náttúrulögmál og að Sjálfstæðisflokkurinn væri upptökin af því að engu mætti fórna eða bæta í þágu komandi kynslóða og loftslagsins. „Hverskonar frelsi er þetta í frelsisflokknum? Þetta er frelsi þeirra sem menga. Frelsi þeirra sem eiga og hafa hag af áframhaldandi mengun, hag af stöðnun. Ekki frelsi komandi kynslóða. Ekki frelsi fólks frá mengun eða því að stanslaust sé gengið meira á náttúruna með freku fót- og sótspori mannsins.“ Loftslagsmál Borgarstjórn Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34 Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. 4. apríl 2022 14:05 Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, steig í pontu og sagði að orðræða Sjálfstæðisflokksins í orkumálum væri „þreytt og hálfóþolandi“. „Að hin eina sanna lausn við loftslagsmálunum séu orkuskiptin. Ég vil minna á það að í greiningu á því hvað þarf til svo að hægt sé að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins kemur fram að orkuskiptin, jafnvel þó þau fari fram úr björtustu áætlunum, muni ekki duga til. Það verður að gera miklu meira. Orkuskiptin eru mikilvæg, ekki misskilja mig, en þau eru ekki hinn heilagi kaleikur.“ Það verði eitthvað undan að láta; breyta þyrfti ferðavenjum og draga úr notkun einkabílsins. Það yrði að minnka sóun og rýna í forgangsröðun á nýtingu auðlinda. „Hvernig erum við að nýta raforkuna okkar í dag, sem dæmi? Erum við bara sátt við þá forgangsröðun? Svo sátt að það sé bara ekkert tiltökumál að virkja alltaf meira og meira? Hve lengi þá spyr ég, hve mikið og hvenær á því eiginlega að linna?“ Dóra sagði að línulegur vöxtur væri ekki náttúrulögmál og að Sjálfstæðisflokkurinn væri upptökin af því að engu mætti fórna eða bæta í þágu komandi kynslóða og loftslagsins. „Hverskonar frelsi er þetta í frelsisflokknum? Þetta er frelsi þeirra sem menga. Frelsi þeirra sem eiga og hafa hag af áframhaldandi mengun, hag af stöðnun. Ekki frelsi komandi kynslóða. Ekki frelsi fólks frá mengun eða því að stanslaust sé gengið meira á náttúruna með freku fót- og sótspori mannsins.“
Loftslagsmál Borgarstjórn Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34 Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. 4. apríl 2022 14:05 Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34
Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. 4. apríl 2022 14:05
Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01