Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 12:23 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag eftir að Sigurður Ingi hafnaði því að tjá sig frekar um málið við fjölmiðla. „Nú var ég ekki vitni af þessum ummælum en las frásögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gær og rengi hennar frásögn ekki. Það sem ég les út úr þessari frásögn er að þessi ummæli hafi verið algjörlega óásættanleg, Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar síðar í gær og lýsti þar því að hann sæi mjög eftir þessum ummælum.“ Katrín sagðist ekki vita hver umrædd ummæli voru að öðru leyti en það sem hún geti dregið út úr lýsingu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Þannig þú skilur það þá að þau hafi verið rasísk? „Já, hún vitnar þar til þess að þar sé talað um kynþátt og kyn.“ Þannig að þetta voru rasísk ummæli? „Ég met það þannig að þessi ummæli hafi verið eins og ég sagði óásættanleg.“ En óásættanleg að því leytinu til að þau væru rasísk? „Ja, ef því ef þau snerust um kynþátt og kyn eins og hún lýsir,“ bætti Katrín við. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa greint nánar frá ummælunum. Samkvæmt vitnum á Sigurður Ingi að hafa spurt „Á að lyfta þeirri svörtu?“ þegar sú hugmynd kviknaði að halda á Vigdísi í myndatöku á Búnaðarþinginu. Fór yfir málið með Sigurði Inga Aðspurð um það hvort henni þyki stætt að Sigurður Ingi sitji áfram í ríkisstjórn eftir þetta atvik sagði Katrín að hann hafi beðist afsökunar og geti væntanlega sjálfur farið betur yfir málið í samtali við fjölmiðla. Þá sagðist hún hafa farið yfir málið með Sigurði Inga í gær. Málið hafi ekki verið rætt á ríkisstjórnarfundi í dag og svona mál séu gjarnan ekki á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Aðspurð um það hvort einhver hafi kallað eftir því við hana að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið ef Sigurður Ingi ætli að sitja áfram svaraði Katrín að slíkt hafi ekki verið rætt á vettvangi Vinstri grænna. Verða afleiðingarnar þá engar? Vegna þess að það hefur líka verið talað um að ef afleiðingarnar verði engar sendi þau skilaboð út í samfélagið að svona ummæli séu í lagi. „Hann hefur beðist afsökunar á sínum ummælum sem bendir til þess að honum finnist þau ekki í lagi. Það er alveg skýrt af hans hálfu út frá hans yfirlýsingu í gær, þannig að það er enginn sem segir að þetta sé lagi,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag eftir að Sigurður Ingi hafnaði því að tjá sig frekar um málið við fjölmiðla. „Nú var ég ekki vitni af þessum ummælum en las frásögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gær og rengi hennar frásögn ekki. Það sem ég les út úr þessari frásögn er að þessi ummæli hafi verið algjörlega óásættanleg, Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar síðar í gær og lýsti þar því að hann sæi mjög eftir þessum ummælum.“ Katrín sagðist ekki vita hver umrædd ummæli voru að öðru leyti en það sem hún geti dregið út úr lýsingu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Þannig þú skilur það þá að þau hafi verið rasísk? „Já, hún vitnar þar til þess að þar sé talað um kynþátt og kyn.“ Þannig að þetta voru rasísk ummæli? „Ég met það þannig að þessi ummæli hafi verið eins og ég sagði óásættanleg.“ En óásættanleg að því leytinu til að þau væru rasísk? „Ja, ef því ef þau snerust um kynþátt og kyn eins og hún lýsir,“ bætti Katrín við. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa greint nánar frá ummælunum. Samkvæmt vitnum á Sigurður Ingi að hafa spurt „Á að lyfta þeirri svörtu?“ þegar sú hugmynd kviknaði að halda á Vigdísi í myndatöku á Búnaðarþinginu. Fór yfir málið með Sigurði Inga Aðspurð um það hvort henni þyki stætt að Sigurður Ingi sitji áfram í ríkisstjórn eftir þetta atvik sagði Katrín að hann hafi beðist afsökunar og geti væntanlega sjálfur farið betur yfir málið í samtali við fjölmiðla. Þá sagðist hún hafa farið yfir málið með Sigurði Inga í gær. Málið hafi ekki verið rætt á ríkisstjórnarfundi í dag og svona mál séu gjarnan ekki á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Aðspurð um það hvort einhver hafi kallað eftir því við hana að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið ef Sigurður Ingi ætli að sitja áfram svaraði Katrín að slíkt hafi ekki verið rætt á vettvangi Vinstri grænna. Verða afleiðingarnar þá engar? Vegna þess að það hefur líka verið talað um að ef afleiðingarnar verði engar sendi þau skilaboð út í samfélagið að svona ummæli séu í lagi. „Hann hefur beðist afsökunar á sínum ummælum sem bendir til þess að honum finnist þau ekki í lagi. Það er alveg skýrt af hans hálfu út frá hans yfirlýsingu í gær, þannig að það er enginn sem segir að þetta sé lagi,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10
Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55