Ummæli Sigurðar óverjandi Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 20:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag. Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Hassler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Athygli vakti flótti Sigurðar undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir skýringum ráðherra á ummælum sínum; og jafnvel eftir afsögn hans. Þannig hefur verið gengið að forystufólki ríkisstjórnarinnar að svara fyrir ummæli ráðherrans og taka afstöðu til þess hvort honum sé áfram sætt sem ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki hans að taka ákvörðun um afsögn ráðherrans, heldur Sigurðar Inga. Hann svaraði fyrirspurn þingmanna um málið á Alþingi í dag. „Ég tel að afstaða gagnvart þeirri spurningu liggi bara hjá ráðherranum sjálfum,“ sagði Bjarni. „Ef menn eru að reyna að gera sér einhvern leik úr því að fá einhverja úr stjórnarliðinu hér til að verja orð háttvirts ráðherra og skapa þannig einhvern andstæðing, held ég að hægt sé að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Orðin eru að sjálfsögðu óverjandi og ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að reyna að verja þau,“ sagði Bjarni. Ummæli Sigurðar Inga hafa hvergi komið fram orðrétt en upplýsingar fréttastofu herma að þau hafi verið á þá leið að ráðherrann hafi spurt í aðdraganda myndatöku, hvort nú ætti að lyfta þeirri svörtu. Þar var vísað til Vigdísar. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Hassler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Athygli vakti flótti Sigurðar undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir skýringum ráðherra á ummælum sínum; og jafnvel eftir afsögn hans. Þannig hefur verið gengið að forystufólki ríkisstjórnarinnar að svara fyrir ummæli ráðherrans og taka afstöðu til þess hvort honum sé áfram sætt sem ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki hans að taka ákvörðun um afsögn ráðherrans, heldur Sigurðar Inga. Hann svaraði fyrirspurn þingmanna um málið á Alþingi í dag. „Ég tel að afstaða gagnvart þeirri spurningu liggi bara hjá ráðherranum sjálfum,“ sagði Bjarni. „Ef menn eru að reyna að gera sér einhvern leik úr því að fá einhverja úr stjórnarliðinu hér til að verja orð háttvirts ráðherra og skapa þannig einhvern andstæðing, held ég að hægt sé að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Orðin eru að sjálfsögðu óverjandi og ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að reyna að verja þau,“ sagði Bjarni. Ummæli Sigurðar Inga hafa hvergi komið fram orðrétt en upplýsingar fréttastofu herma að þau hafi verið á þá leið að ráðherrann hafi spurt í aðdraganda myndatöku, hvort nú ætti að lyfta þeirri svörtu. Þar var vísað til Vigdísar.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01