Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 4. apríl 2022 19:58 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðastjóri móttöku flóttamanna. Vísir/Sigurjón Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. „Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira