Áhyggjur meðal starfsmanna eftir ráðningu Leifs Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2022 07:00 Leifur Garðarsson sagði upp sem skólastjóri Áslandsskóla í fyrra. Áslandsskóli.is Starfsfólki Stapaskóla í Reykjanesbæ var tilkynnt fyrir helgi að búið væri að ráða Leif Sigfinn Garðarsson sem nýjan deildarstjóra á unglingasviði skólans. Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, segir í samtali við Vísi að ráðningin hafi vakið áhyggjur meðal starfsmanna. Leifur starfaði sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2002 til ársins 2021 þegar hann sagði upp störfum. Uppsögnin barst í byrjun aprílmánaðar en hann hafði þá verið í ótímabundnu veikindaleyfi í tvo mánuði. Leifi var vikið úr starfi sem körfuboltadómari hjá KKÍ í febrúar 2020. Lítið fór fyrir fjarveru Leifs í körfuboltanum þar sem keppni lá að stórum hluta niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í febrúar 2021 var upplýst að KKÍ hefði tjáð honum að hans kraftar hefðu verið afþakkaðir. Formaður KKÍ sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Um var að ræða skilaboð til leikmanns í efstu deild kvenna en Leifur dæmdi reglulega leiki í deildinni. Kunnugt um áhyggjur starfsmanna Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir sex árum hafi nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi Leifs. Ekki hafi verið brugðist beint við þeim ásökunum kvennanna. Skólastjóri Stapaskóla segist meðvituð um áhyggjur í nærsamfélaginu í Njarðvík. „Okkur er kunnugt um áhyggjur starfsmanna sem og foreldrasamfélagsins og erum að skoða þær, hlusta og skoða hvað við getum gert. Við erum stjórnvald og það tekur tíma fyrir okkur að skoða allar leiðir og aðstæður,“ segir Gróa í samtali við Vísi. Hæfastur umsækjanda Leifur var einn af þremur umsækjendum og var hann metinn hæfastur þeirra. Ekki hefur verið gengið frá ráðningarsamningi við hann. Gróa vildi hvorki tjá sig um hvort Leifur hafi fengið meðmæli frá fyrrum samstarfsfólki sínu í Áslandsskóla né hvort stjórnendum Stapaskóla hafi verið kunnugt um ástæður þess að Leifur lauk störfum sem skólastjóri Áslandsskóla. Skóla - og menntamál Reykjanesbær MeToo Grunnskólar Tengdar fréttir Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Leifur starfaði sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2002 til ársins 2021 þegar hann sagði upp störfum. Uppsögnin barst í byrjun aprílmánaðar en hann hafði þá verið í ótímabundnu veikindaleyfi í tvo mánuði. Leifi var vikið úr starfi sem körfuboltadómari hjá KKÍ í febrúar 2020. Lítið fór fyrir fjarveru Leifs í körfuboltanum þar sem keppni lá að stórum hluta niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í febrúar 2021 var upplýst að KKÍ hefði tjáð honum að hans kraftar hefðu verið afþakkaðir. Formaður KKÍ sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Um var að ræða skilaboð til leikmanns í efstu deild kvenna en Leifur dæmdi reglulega leiki í deildinni. Kunnugt um áhyggjur starfsmanna Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir sex árum hafi nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi Leifs. Ekki hafi verið brugðist beint við þeim ásökunum kvennanna. Skólastjóri Stapaskóla segist meðvituð um áhyggjur í nærsamfélaginu í Njarðvík. „Okkur er kunnugt um áhyggjur starfsmanna sem og foreldrasamfélagsins og erum að skoða þær, hlusta og skoða hvað við getum gert. Við erum stjórnvald og það tekur tíma fyrir okkur að skoða allar leiðir og aðstæður,“ segir Gróa í samtali við Vísi. Hæfastur umsækjanda Leifur var einn af þremur umsækjendum og var hann metinn hæfastur þeirra. Ekki hefur verið gengið frá ráðningarsamningi við hann. Gróa vildi hvorki tjá sig um hvort Leifur hafi fengið meðmæli frá fyrrum samstarfsfólki sínu í Áslandsskóla né hvort stjórnendum Stapaskóla hafi verið kunnugt um ástæður þess að Leifur lauk störfum sem skólastjóri Áslandsskóla.
Skóla - og menntamál Reykjanesbær MeToo Grunnskólar Tengdar fréttir Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04
Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26