Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 12:20 Konan slasaðist á hné þegar samstarfsmaður hennar hljóp á hana meðan þau spiluðu svokallaðan blöðrubolta, þar sem fólk spilar fótbolta í uppblásnum blöðrum. Getty/Matt McClain Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?