Besta tenniskona heims er nú tvítug pólsk stelpa: „Grét í fjörutíu mínútur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 13:31 Iga Swiatek fagnar sigri sínum í Miami um helgina. AP/Wilfredo Lee Iga Swiatek fagnaði ekki aðeins sigri á Opna Miami-mótinu í tennis um helgina heldur náði hún um leið tímamótaárangri á sínum ferli. Swiatek vann öruggan 6-4 og 6-0 sigur á Naomi Osaka í úrslitaleiknum í Miami. Ashleigh Barty hefur verið í efsta sæti heimslistans í tennis en Ástralinn tilkynnti á dögunum að hún væri hætt. Það kom sér vel fyrir Swiatek sem komst upp í efsta sæti heimslistans með þessum sigri. The Swiatek Streak and Sweep- 17 consecutive wins- 20 consecutive sets- 1st to sweep the 1st 3 @WTA 1000s in a season- 4th woman and youngest to win the Sunshine Double- 6-1 in WTA finals- Has won 12 straight sets in finals1st Polish World No.1 on Monday. https://t.co/lrLKi4sssb— WTA Insider (@WTA_insider) April 2, 2022 Swiatek er aðeins tvítug en hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu. Hún hefur nú unnið sautján leiki í röð og vann bæði stór mót í Doha og Indian Wells á síðustu vikum. Swiatek vakti fyrst athygli þegar hún vann Opna franska meistaramótið sem táningur. Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá Igu Swiatek eftir sigurinn um helgina og sætið á toppi heimslistans. „Ég grét í fjörutíu mínútur. Aðallega út af því að Ash væri hætt. Ég átti ekki von á því og fréttirnar komu mér því mikið á óvart,“ sagði Iga Swiatek. „Ég sá alltaf fyrir mér að við myndum allar spilar þar til að við værum orðnar 35 ára gamlar eða þar til að líkamar okkar væri svo þreyttir að við gætum ekki spilað lengur,“ sagði Swiatek. Congratulations @iga_swiatek on winning the @MiamiOpen, your 4th WTA 1000 title, and becoming World No. 1. #RolexFamily #MiamiOpen #Perpetual pic.twitter.com/7Bki1Z79CD— ROLEX (@ROLEX) April 2, 2022 „Ég þurfti tíma til átta mig á því sem hún gekk í gegnum. Hún sýndi hugrekki með því að taka þessa ákvörðun og þetta var mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Swiatek. „Ég var líka tilfinningasöm vegna minnar eigin stöðu. Eftir tvo tíma þá hugsaði ég: Heyrðu, þú veist ekki hvað mun gerast og þú verður að vinna einhverja leiki í viðbót,“ sagði Swiatek. „Ég sagði því við mig sjálfa. Bíðum með tilfinningarnar því það er verk að vinna,“ sagði Swiatek. Hún gerði það svo sannarlega og er nú besta tenniskona heims. 1GA Making history as the first Polish player to top the singles rankings.Congratulations, @iga_swiatek! #AusOpen pic.twitter.com/TciBXmYbYX— #AusOpen (@AustralianOpen) April 4, 2022 Tennis Pólland Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
Swiatek vann öruggan 6-4 og 6-0 sigur á Naomi Osaka í úrslitaleiknum í Miami. Ashleigh Barty hefur verið í efsta sæti heimslistans í tennis en Ástralinn tilkynnti á dögunum að hún væri hætt. Það kom sér vel fyrir Swiatek sem komst upp í efsta sæti heimslistans með þessum sigri. The Swiatek Streak and Sweep- 17 consecutive wins- 20 consecutive sets- 1st to sweep the 1st 3 @WTA 1000s in a season- 4th woman and youngest to win the Sunshine Double- 6-1 in WTA finals- Has won 12 straight sets in finals1st Polish World No.1 on Monday. https://t.co/lrLKi4sssb— WTA Insider (@WTA_insider) April 2, 2022 Swiatek er aðeins tvítug en hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu. Hún hefur nú unnið sautján leiki í röð og vann bæði stór mót í Doha og Indian Wells á síðustu vikum. Swiatek vakti fyrst athygli þegar hún vann Opna franska meistaramótið sem táningur. Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá Igu Swiatek eftir sigurinn um helgina og sætið á toppi heimslistans. „Ég grét í fjörutíu mínútur. Aðallega út af því að Ash væri hætt. Ég átti ekki von á því og fréttirnar komu mér því mikið á óvart,“ sagði Iga Swiatek. „Ég sá alltaf fyrir mér að við myndum allar spilar þar til að við værum orðnar 35 ára gamlar eða þar til að líkamar okkar væri svo þreyttir að við gætum ekki spilað lengur,“ sagði Swiatek. Congratulations @iga_swiatek on winning the @MiamiOpen, your 4th WTA 1000 title, and becoming World No. 1. #RolexFamily #MiamiOpen #Perpetual pic.twitter.com/7Bki1Z79CD— ROLEX (@ROLEX) April 2, 2022 „Ég þurfti tíma til átta mig á því sem hún gekk í gegnum. Hún sýndi hugrekki með því að taka þessa ákvörðun og þetta var mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Swiatek. „Ég var líka tilfinningasöm vegna minnar eigin stöðu. Eftir tvo tíma þá hugsaði ég: Heyrðu, þú veist ekki hvað mun gerast og þú verður að vinna einhverja leiki í viðbót,“ sagði Swiatek. „Ég sagði því við mig sjálfa. Bíðum með tilfinningarnar því það er verk að vinna,“ sagði Swiatek. Hún gerði það svo sannarlega og er nú besta tenniskona heims. 1GA Making history as the first Polish player to top the singles rankings.Congratulations, @iga_swiatek! #AusOpen pic.twitter.com/TciBXmYbYX— #AusOpen (@AustralianOpen) April 4, 2022
Tennis Pólland Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira