Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. apríl 2022 14:30 Kosningaplaköt í París. CHESNOT/GETTY IMAGES Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira