Sjáðu körfuna sem gerði út um úrslitakeppnisdraum Blika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2022 23:30 Twitter/@korfuboltakvold Lokaumferð Subway-deildar karla bauð upp á mikla dramatík en hún var hvergi meiri en í Smáranum þar sem Breiðablik tók á móti Stjörnunni. Breiðablik sat í níunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Liðið þurfti á sigri að halda gegn Stjörnunni og um leið að treysta á það að KR myndi tapa gegn Valsmönnum til að komast í úrslitakeppnina. KR-ingar töpuðu sínum leik nokkuð örugglega og því voru örlög Blika í þeirra eigin höndum. Eftir gríðarlega jafnan og spennandi leik var staðan jöfn, 105-105, þegar innan við hálf mínúta var eftir af leiknum. Blikar fengu tækifæri til að komast yfir á þeim tímapunkti, en létu skotklukkuna renna út og misstu þar með boltann. Afar klaufalegt. Stjarnan fékk því einn lokaséns til að stela sigrinum þegar um þrjár sekúndur voru eftir. Þeir fundu Hlyn Bæringsson einan undir körfunni, en hann klikkaði á opnu sniðskoti. Robert Turner III kom liðsfélaga sínum hins vegar til bjargar þegar hann sveif inn, greip boltann á lofti og setti hann í körfuna í þann mund sem lokaflautið gall og niðurstaðan varð því tveggja stiga sigur Stjörnumanna, 107-105. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fylgdust með öllum leikjum kvöldsins samtímis og birtu myndband af lokasekúndum leiksins á Twitter-síðu sinni, en myndbandið má sjá hér að neðan. Alvöru senur í Smáranum þar sem @stjarnankarfa sendir @BreidablikKarfa í sumarfrí með flautukörfu. #körfubolti #subwaydeildin pic.twitter.com/IZks6pWl7H— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) March 31, 2022 Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Breiðablik Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Breiðablik sat í níunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Liðið þurfti á sigri að halda gegn Stjörnunni og um leið að treysta á það að KR myndi tapa gegn Valsmönnum til að komast í úrslitakeppnina. KR-ingar töpuðu sínum leik nokkuð örugglega og því voru örlög Blika í þeirra eigin höndum. Eftir gríðarlega jafnan og spennandi leik var staðan jöfn, 105-105, þegar innan við hálf mínúta var eftir af leiknum. Blikar fengu tækifæri til að komast yfir á þeim tímapunkti, en létu skotklukkuna renna út og misstu þar með boltann. Afar klaufalegt. Stjarnan fékk því einn lokaséns til að stela sigrinum þegar um þrjár sekúndur voru eftir. Þeir fundu Hlyn Bæringsson einan undir körfunni, en hann klikkaði á opnu sniðskoti. Robert Turner III kom liðsfélaga sínum hins vegar til bjargar þegar hann sveif inn, greip boltann á lofti og setti hann í körfuna í þann mund sem lokaflautið gall og niðurstaðan varð því tveggja stiga sigur Stjörnumanna, 107-105. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fylgdust með öllum leikjum kvöldsins samtímis og birtu myndband af lokasekúndum leiksins á Twitter-síðu sinni, en myndbandið má sjá hér að neðan. Alvöru senur í Smáranum þar sem @stjarnankarfa sendir @BreidablikKarfa í sumarfrí með flautukörfu. #körfubolti #subwaydeildin pic.twitter.com/IZks6pWl7H— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) March 31, 2022
Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Breiðablik Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira