Njarðvík stendur best að vígi í baráttunni um deildarmeistaratitilinn og svo verður KR að vinna sinn leik til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Það yrði saga til næsta bæjar ef Vesturbæjarstórveldið kæmist ekki í úrslitakeppnina.
Óskar Ófeigur Jónsson íþróttafréttamaður tók saman alla möguleika kvöldsins í greininni sem má sjá hér að neðan.
Leikur Njarðvík og Keflavíkur er í beinni útsendingu og svo verða strákarnir í Subway körfuboltakvöldi í settinu og fylgjast með öllum leikjum á sama tíma. Þú ættir ekki að missa af neinu þar.
Ef þú ert áskrifandi að Stöð 2 Sport Ísland þá geturðu horft á útsendinguna hér .
Allir leikir eru einnig í beinni textalýsingu á Vísi og mun mikið ganga á næstu tvo tímana.
Hér að neðan má sjá upphaf þáttarins.