Framsýnn landbúnaður Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:24 Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. Sýnin er að efla landbúnaðinn Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að finna kjarngott nesti fyrir mig sem matvælaráðherra um hvert skal stefna í landbúnaðarmálum. Við viljum setja metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra matvæla. Um að auka sjálfbærni og fæðuöryggi. Auka lífræna framleiðslu. Um hvernig við styrkjum og fjölgum stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar. Sýn þessarar ríkisstjórnar er að efla landbúnaðinn. Fæðuöryggi á dagskrá Heimsfaraldur og stríð hefur sett umræðu um fæðuöryggi í nýtt samhengi og þarna þurfum við að gefa í. Fæðuöryggi er grundvöllur sjálfstæðra þjóða. Þannig eru stefnumið þessarar ríkisstjórnar tímanlegri í dag heldur en fyrir hálfu ári. En jafnframt er ekkert sem ógnar fæðuöryggi Íslendinga meir til lengri tíma heldur en loftslagsbreytingar. Það bætist sífellt í staflann af skýrslum vísindamanna sem sýna fram á að með vályndari veðrum mun uppskera á stórum kornræktarsvæðum verða ótryggari og þannig aukist líkurnar á áföllum. Landbúnaður á að vera í sókn Á tímum sem þessum er landbúnaðurinn miðlægur í að takast á við breyttar aðstæður. Landbúnaðurinn hér á landi sér þjóðinni fyrir mestu því kjöti og mjólkurvörum sem við neytum en sóknarfæri eru víðar. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert meira. Grænmetið, kornið og áburðurinn. Landbúnaðurinn er of mikilvægur til þess að vera í vörn. Hann verður að vera í sókn og hefur til þess alla burði. Græn skref í átt að fæðuöryggi Ég hef þá trú að til þess að við náum árangri í loftslagsmálum þurfa stuðningskerfin að verðlauna árangur. Þannig virkjum við búvit bænda til þess að ná árangri betur en með boðum og bönnum. Við þurfum græn skref í átt að fæðuöryggi. Í dag mun ég veita þrenn verðlaun fyrir góðan árangur á sviði landbúnaðar. Verðlaunahafar endurspegla öll þau stefnumið sem matvælaráðuneytið hefur sett sér og nefni ég hér nokkur; öflug nýsköpun, lífræn framleiðsla, sjálfbærni, rannsóknir, og heilbrigði dýra. Íslenskir bændur hafa oft tekist á við áskoranir, ég nefni framlag bænda til þjóðarsáttarinnar og eftir efnahagshrunið. Lausnirnar eru í framtíðinni, í nýsköpun og hugkvæmni, með rannsóknum og þróun. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. Sýnin er að efla landbúnaðinn Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að finna kjarngott nesti fyrir mig sem matvælaráðherra um hvert skal stefna í landbúnaðarmálum. Við viljum setja metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra matvæla. Um að auka sjálfbærni og fæðuöryggi. Auka lífræna framleiðslu. Um hvernig við styrkjum og fjölgum stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar. Sýn þessarar ríkisstjórnar er að efla landbúnaðinn. Fæðuöryggi á dagskrá Heimsfaraldur og stríð hefur sett umræðu um fæðuöryggi í nýtt samhengi og þarna þurfum við að gefa í. Fæðuöryggi er grundvöllur sjálfstæðra þjóða. Þannig eru stefnumið þessarar ríkisstjórnar tímanlegri í dag heldur en fyrir hálfu ári. En jafnframt er ekkert sem ógnar fæðuöryggi Íslendinga meir til lengri tíma heldur en loftslagsbreytingar. Það bætist sífellt í staflann af skýrslum vísindamanna sem sýna fram á að með vályndari veðrum mun uppskera á stórum kornræktarsvæðum verða ótryggari og þannig aukist líkurnar á áföllum. Landbúnaður á að vera í sókn Á tímum sem þessum er landbúnaðurinn miðlægur í að takast á við breyttar aðstæður. Landbúnaðurinn hér á landi sér þjóðinni fyrir mestu því kjöti og mjólkurvörum sem við neytum en sóknarfæri eru víðar. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert meira. Grænmetið, kornið og áburðurinn. Landbúnaðurinn er of mikilvægur til þess að vera í vörn. Hann verður að vera í sókn og hefur til þess alla burði. Græn skref í átt að fæðuöryggi Ég hef þá trú að til þess að við náum árangri í loftslagsmálum þurfa stuðningskerfin að verðlauna árangur. Þannig virkjum við búvit bænda til þess að ná árangri betur en með boðum og bönnum. Við þurfum græn skref í átt að fæðuöryggi. Í dag mun ég veita þrenn verðlaun fyrir góðan árangur á sviði landbúnaðar. Verðlaunahafar endurspegla öll þau stefnumið sem matvælaráðuneytið hefur sett sér og nefni ég hér nokkur; öflug nýsköpun, lífræn framleiðsla, sjálfbærni, rannsóknir, og heilbrigði dýra. Íslenskir bændur hafa oft tekist á við áskoranir, ég nefni framlag bænda til þjóðarsáttarinnar og eftir efnahagshrunið. Lausnirnar eru í framtíðinni, í nýsköpun og hugkvæmni, með rannsóknum og þróun. Höfundur er matvælaráðherra.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun