Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2022 14:01 Strákarnir okkar gætu spilað heimaleiki sína á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Vísir/Hulda Margrét Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“ Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“
Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira