Sætin sem eru í boði fyrir hvert lið í lokaumferðinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 12:00 Keflvíkingurinn Jaka Brodnik reynir skot í fyrri leiknum á móti Njarðvík en til varnar eru Njarðvíkingarnir Nicolas Richotti og Mario Matasovic. Vísir/Vilhelm Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í kvöld og þá kemur í ljós hvaða lið verður deildarmeistari, hvað verður síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og hvaða lið munu mætast í átta liða úrslitum hennar. Það getur því ýmislegt breyst í 22. og síðustu umferð deildarkeppninnar og hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði fyrir liðin níu sem hafa að einhverju að keppa í kvöld. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn eru að keppa um deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Njarðvík verður alltaf ofar verði liðin jöfn að stigum. Keflavík, Valur og Tindastóll keppast við að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stólarnir, sem hafa unnið sex leiki í röð geta endaði í þriðja sæti ef úrslitin falla með þeim en einnig dottið alla leið niður í sjötta sæti. Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00. Keflvíkingar standa verr innbyrðis á móti bæði Val og Tindastól og verða því helst að vinna sinn leik á móti nágrönnum sínum í Njarðvík ætli þeir að byrja úrslitakeppnina á heimavelli. Stjarnan gæti komist upp í fimmta sæti en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar enda í því sjöunda. Grindavíkurliðið gæti aftur á móti haft mikið um það að segja hvaða lið þeir mæti í átta liða úrslitunum. Vinni Grindvíkingar Þorlákshafnar Þórsara á sínum heimavelli þá er öruggt að liðin munu mætast aftur í næstu viku þegar úrslitakeppnin byrjar. Að lokum keppa KR-ingar og Blikar um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni í ár. KR verða enda með fleiri stig en Blikar því þökk sé 48 sigri Breiðabliks á KR á dögunum þá verða Blikar alltaf ofar ef innbyrðis úrslit ráða. Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni Úrslitakeppnin hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Það getur því ýmislegt breyst í 22. og síðustu umferð deildarkeppninnar og hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði fyrir liðin níu sem hafa að einhverju að keppa í kvöld. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn eru að keppa um deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Njarðvík verður alltaf ofar verði liðin jöfn að stigum. Keflavík, Valur og Tindastóll keppast við að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stólarnir, sem hafa unnið sex leiki í röð geta endaði í þriðja sæti ef úrslitin falla með þeim en einnig dottið alla leið niður í sjötta sæti. Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00. Keflvíkingar standa verr innbyrðis á móti bæði Val og Tindastól og verða því helst að vinna sinn leik á móti nágrönnum sínum í Njarðvík ætli þeir að byrja úrslitakeppnina á heimavelli. Stjarnan gæti komist upp í fimmta sæti en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar enda í því sjöunda. Grindavíkurliðið gæti aftur á móti haft mikið um það að segja hvaða lið þeir mæti í átta liða úrslitunum. Vinni Grindvíkingar Þorlákshafnar Þórsara á sínum heimavelli þá er öruggt að liðin munu mætast aftur í næstu viku þegar úrslitakeppnin byrjar. Að lokum keppa KR-ingar og Blikar um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni í ár. KR verða enda með fleiri stig en Blikar því þökk sé 48 sigri Breiðabliks á KR á dögunum þá verða Blikar alltaf ofar ef innbyrðis úrslit ráða. Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni Úrslitakeppnin hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00.
Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira