Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söngkeppni framhaldsskólanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2022 08:09 Aaron Ísak Berry er nemandi í Tækniskólanum. Skjáskot Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum. Aaron Ísak var á dögunum sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kom í dómnum að Aaron Ísak væri talsvert á eftir í þroska og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að betra væri að hann væri í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann afplánaði í fangelsi. „Afstaða SÍF gegn kynferðisofbeldi, þá sérstaklega gagnvart börnum, er skýr. Nafn Arons verður fjarlægt af lista sigurvegara á vefsíðu SÍF, neminn.is, og verður hann ekki talinn hluti af hópi sigurvegara keppninnar,“ segir í tilkynningu frá SÍF. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. „SÍF vill nota tækifærið til að hvetja alla þolendur kynferðisofbeldis til að leita sér hjálpar með því að hringja í síma 112, nýta netspjall Rauða krossins á 1717.is, eða leita til neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem er opin allan sólarhringinn og hægt er að hringja í síma 543-1000.“ Einnig hvetur SÍF alla sem verða varir við óviðeigandi og ólöglegt efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum, til að tilkynna það í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla. Ofbeldi gegn börnum Söngkeppni framhaldsskólanna Framhaldsskólar Tengdar fréttir Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. 26. mars 2022 07:58 Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9. mars 2022 23:44 Aaron Ísak vann með sígildu Queen-lagi Aaron Ísak Berry, nemandi í Tækniskólanum, vann sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Bióhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. 14. apríl 2019 07:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aaron Ísak var á dögunum sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kom í dómnum að Aaron Ísak væri talsvert á eftir í þroska og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að betra væri að hann væri í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann afplánaði í fangelsi. „Afstaða SÍF gegn kynferðisofbeldi, þá sérstaklega gagnvart börnum, er skýr. Nafn Arons verður fjarlægt af lista sigurvegara á vefsíðu SÍF, neminn.is, og verður hann ekki talinn hluti af hópi sigurvegara keppninnar,“ segir í tilkynningu frá SÍF. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. „SÍF vill nota tækifærið til að hvetja alla þolendur kynferðisofbeldis til að leita sér hjálpar með því að hringja í síma 112, nýta netspjall Rauða krossins á 1717.is, eða leita til neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem er opin allan sólarhringinn og hægt er að hringja í síma 543-1000.“ Einnig hvetur SÍF alla sem verða varir við óviðeigandi og ólöglegt efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum, til að tilkynna það í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum Söngkeppni framhaldsskólanna Framhaldsskólar Tengdar fréttir Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. 26. mars 2022 07:58 Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9. mars 2022 23:44 Aaron Ísak vann með sígildu Queen-lagi Aaron Ísak Berry, nemandi í Tækniskólanum, vann sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Bióhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. 14. apríl 2019 07:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. 26. mars 2022 07:58
Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9. mars 2022 23:44
Aaron Ísak vann með sígildu Queen-lagi Aaron Ísak Berry, nemandi í Tækniskólanum, vann sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Bióhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. 14. apríl 2019 07:29