„Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. mars 2022 22:12 Runólfur segir að eina veðurfarslega ástæðan sem stöðvað geti lestarsamgöngur milli Keflavíkur og Reykjavíkur sé vindurinn. Vindhraði megi ekki ná meira en 26 metrum á sekúndu en hann telur að við slíkar aðstæður yrði Reykjanesbrautinni eða flugvellinum líklega lokað. Vindhraðinn hafi því tæplega áhrif á fluglestina. Getty Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið talað um mikilvægi lestarkerfis hér á landi síðastliðna viku eða svo. Jón Gnarr hefur til að mynda talað því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. Lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð,“ sagði Jón í tísti í vikunni. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur einnig vakið athygli á Twitter og ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Aðspurður segir hann að svo sé ekki. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í umræðum um lestarkerfi hér á landi eru Friðjón Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Hann segir að dæmið gangi eiginlega alls ekki upp. Kostnaður við lest milli Reykjavíkur og Akureyrar yrði allt of mikill. Friðjón tekur dæmi um kostnað við byggingu lestarkerfis í Kína og í Bandaríkjunum. Hann segir kílómeterinn við lagningu lestarteina í Kína kosta um tvo milljarða króna en í Bandaríkjunum kostar kílómeterinn sjö milljarða. „Bein lína frá Ak til Rvk er 250km. Í gegnum jökul, fjöll og ósnortin víðerni. Gefum okkur að lestin kosti mitt á milli Kína og USA, nær Kína samt. 250km x 4ma gefa okkur 1000 milljarða í byggingarkostnað. Við erum enn að fara í beina línu milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Friðjón. Við fáum þessa 1000 milljarða að láni og borgum bara 1,5% vexti. Það gerir vaxtabyrði upp á 15 milljarða á ári sem reksturinn yrði að standa undir. Það eru ríflega 41 milljónir á dag. Ef við seljum 1000 ferðir á dag allt árið um kring. 3/5— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) March 29, 2022 Runólfur Ágústsson stjórnarformaður í Fluglestinni tekur í sama streng og segir að kostnaður við framkvæmdina gæti líklega aldrei staðið undir sér. Fyrsta skref í lestarsamgöngum hér á landi væri að ráðast í framkvæmd fluglestar, sem færi frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. „Það er alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndu aldrei borga sig þannig að fargjöld gætu staðið undir framkvæmdinni - öfugt við lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig þyrfti samfélagið að koma inn ef það vildi fá slíka framkvæmd sem myndi vissulega kannski skapa möguleika á því að tengja Reykjavík og Akureyri um kjöl,“ sagði Runólfur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að meginforsenda fyrir framkvæmdunum sé sú að þær standi að minnsta kosti að einhverju leyti undir sér. Með ferðamönnum, sem kæmu til með að nýta sér fluglest, væri kominn raunhæfur kostur. „Þetta snýst náttúrulega allt um farþegafjölda. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur út frá þessum forsendum, þeir sem eru daglegir notendur eru að greiða allt önnur verð en túristar sem eru að borga eina ferð,“ segir Runólfur. Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Reykjavík Akureyri Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið talað um mikilvægi lestarkerfis hér á landi síðastliðna viku eða svo. Jón Gnarr hefur til að mynda talað því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. Lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð,“ sagði Jón í tísti í vikunni. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur einnig vakið athygli á Twitter og ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Aðspurður segir hann að svo sé ekki. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í umræðum um lestarkerfi hér á landi eru Friðjón Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Hann segir að dæmið gangi eiginlega alls ekki upp. Kostnaður við lest milli Reykjavíkur og Akureyrar yrði allt of mikill. Friðjón tekur dæmi um kostnað við byggingu lestarkerfis í Kína og í Bandaríkjunum. Hann segir kílómeterinn við lagningu lestarteina í Kína kosta um tvo milljarða króna en í Bandaríkjunum kostar kílómeterinn sjö milljarða. „Bein lína frá Ak til Rvk er 250km. Í gegnum jökul, fjöll og ósnortin víðerni. Gefum okkur að lestin kosti mitt á milli Kína og USA, nær Kína samt. 250km x 4ma gefa okkur 1000 milljarða í byggingarkostnað. Við erum enn að fara í beina línu milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Friðjón. Við fáum þessa 1000 milljarða að láni og borgum bara 1,5% vexti. Það gerir vaxtabyrði upp á 15 milljarða á ári sem reksturinn yrði að standa undir. Það eru ríflega 41 milljónir á dag. Ef við seljum 1000 ferðir á dag allt árið um kring. 3/5— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) March 29, 2022 Runólfur Ágústsson stjórnarformaður í Fluglestinni tekur í sama streng og segir að kostnaður við framkvæmdina gæti líklega aldrei staðið undir sér. Fyrsta skref í lestarsamgöngum hér á landi væri að ráðast í framkvæmd fluglestar, sem færi frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. „Það er alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndu aldrei borga sig þannig að fargjöld gætu staðið undir framkvæmdinni - öfugt við lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig þyrfti samfélagið að koma inn ef það vildi fá slíka framkvæmd sem myndi vissulega kannski skapa möguleika á því að tengja Reykjavík og Akureyri um kjöl,“ sagði Runólfur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að meginforsenda fyrir framkvæmdunum sé sú að þær standi að minnsta kosti að einhverju leyti undir sér. Með ferðamönnum, sem kæmu til með að nýta sér fluglest, væri kominn raunhæfur kostur. „Þetta snýst náttúrulega allt um farþegafjölda. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur út frá þessum forsendum, þeir sem eru daglegir notendur eru að greiða allt önnur verð en túristar sem eru að borga eina ferð,“ segir Runólfur.
Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Reykjavík Akureyri Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent