Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2022 13:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að klára innleiðingu þriðja orkupakkans að fullu til að hægt sé að ráðast í fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. Orkumálin hafa verið í brennidepli á síðustu vikum, ekki síst vegna grænbókar um orkumál, yfirstandandi orkuskipti, innrásarstríð Rússa og ákall landsmanna um raforkuöryggi. Fjöldi þingmanna hefur stigið fram í umræðunni og sagt nauðsynlegt að virkja meira til að orkuskiptin geti gengið í gegn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin sé hjóm eitt þar til innleiðing þriðja orkupakkans hefur gengið í gegn að fullu. „Stjórnvöld þurfa að hafa rétt verkfæri til þess að það sé hægt að gera það. Samkvæmt núgildandi raforkulögum og öðru í umgjörð raforkumála á Íslandi er ekkert sem tryggir það að nýjar virkjanir eða aðrar að orkan úr þeim renni til orkuskipta og þess vegna þarf að gera nauðsynlegar breytingar þannig að við getum forgangsraðað í þágu almennings og í þágu orkuskipta og í raun látið stórnotendur vera á öðrum markaði sem er þá samkeppnismarkaður um raforku.“ Skilgreina þurfi almannaþjónustu í lögunum til að hægt sé að forgangsraða orku í þágu almennings og lítilla fyrirtækja og svo til orkuskipta. „Við höfum skuldbundið okkar til þess að innleiða þriðja orkupakkann og þetta er hluti af því sem stjórnvöld þurfa að gera. Það hefur því miður dregist nokkuð lengi að klára þá innleiðingu. Þetta snýst um raforkuöryggi til almennings og þegar ég tala um almenning þá á ég við um heimilin í landinu og langflest fyrirtæki. Til að allir geti fengið aðgang að tryggri raforku þarf að skilgreina almannaþjónustuna í lögunum og við þurfum líka að gefa stjórnvöldum tækin sem beina orkunni í réttan farveg. Við þurfum að standa fyrir orkuskiptum en við þurfum líka að geta selt orkuna með réttum hætti þannig að virkjanir sem hér verða byggðar á næstu árum og áratugum renni ekki til dæmis í námugröft í gagnaverum.“ Þórunn sagði að klára þurfi innleiðingu þriðja orku pakkans að fullu hið fyrsta. „Ég er að flytja um það þingmál sem verður vonandi dreift fyrir lok vikunnar því þetta er algjört forgangsmál ef orkuskiptin eiga að ganga eftir.“ Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Orkumálin hafa verið í brennidepli á síðustu vikum, ekki síst vegna grænbókar um orkumál, yfirstandandi orkuskipti, innrásarstríð Rússa og ákall landsmanna um raforkuöryggi. Fjöldi þingmanna hefur stigið fram í umræðunni og sagt nauðsynlegt að virkja meira til að orkuskiptin geti gengið í gegn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin sé hjóm eitt þar til innleiðing þriðja orkupakkans hefur gengið í gegn að fullu. „Stjórnvöld þurfa að hafa rétt verkfæri til þess að það sé hægt að gera það. Samkvæmt núgildandi raforkulögum og öðru í umgjörð raforkumála á Íslandi er ekkert sem tryggir það að nýjar virkjanir eða aðrar að orkan úr þeim renni til orkuskipta og þess vegna þarf að gera nauðsynlegar breytingar þannig að við getum forgangsraðað í þágu almennings og í þágu orkuskipta og í raun látið stórnotendur vera á öðrum markaði sem er þá samkeppnismarkaður um raforku.“ Skilgreina þurfi almannaþjónustu í lögunum til að hægt sé að forgangsraða orku í þágu almennings og lítilla fyrirtækja og svo til orkuskipta. „Við höfum skuldbundið okkar til þess að innleiða þriðja orkupakkann og þetta er hluti af því sem stjórnvöld þurfa að gera. Það hefur því miður dregist nokkuð lengi að klára þá innleiðingu. Þetta snýst um raforkuöryggi til almennings og þegar ég tala um almenning þá á ég við um heimilin í landinu og langflest fyrirtæki. Til að allir geti fengið aðgang að tryggri raforku þarf að skilgreina almannaþjónustuna í lögunum og við þurfum líka að gefa stjórnvöldum tækin sem beina orkunni í réttan farveg. Við þurfum að standa fyrir orkuskiptum en við þurfum líka að geta selt orkuna með réttum hætti þannig að virkjanir sem hér verða byggðar á næstu árum og áratugum renni ekki til dæmis í námugröft í gagnaverum.“ Þórunn sagði að klára þurfi innleiðingu þriðja orku pakkans að fullu hið fyrsta. „Ég er að flytja um það þingmál sem verður vonandi dreift fyrir lok vikunnar því þetta er algjört forgangsmál ef orkuskiptin eiga að ganga eftir.“
Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09
Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43