Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2022 13:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að klára innleiðingu þriðja orkupakkans að fullu til að hægt sé að ráðast í fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. Orkumálin hafa verið í brennidepli á síðustu vikum, ekki síst vegna grænbókar um orkumál, yfirstandandi orkuskipti, innrásarstríð Rússa og ákall landsmanna um raforkuöryggi. Fjöldi þingmanna hefur stigið fram í umræðunni og sagt nauðsynlegt að virkja meira til að orkuskiptin geti gengið í gegn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin sé hjóm eitt þar til innleiðing þriðja orkupakkans hefur gengið í gegn að fullu. „Stjórnvöld þurfa að hafa rétt verkfæri til þess að það sé hægt að gera það. Samkvæmt núgildandi raforkulögum og öðru í umgjörð raforkumála á Íslandi er ekkert sem tryggir það að nýjar virkjanir eða aðrar að orkan úr þeim renni til orkuskipta og þess vegna þarf að gera nauðsynlegar breytingar þannig að við getum forgangsraðað í þágu almennings og í þágu orkuskipta og í raun látið stórnotendur vera á öðrum markaði sem er þá samkeppnismarkaður um raforku.“ Skilgreina þurfi almannaþjónustu í lögunum til að hægt sé að forgangsraða orku í þágu almennings og lítilla fyrirtækja og svo til orkuskipta. „Við höfum skuldbundið okkar til þess að innleiða þriðja orkupakkann og þetta er hluti af því sem stjórnvöld þurfa að gera. Það hefur því miður dregist nokkuð lengi að klára þá innleiðingu. Þetta snýst um raforkuöryggi til almennings og þegar ég tala um almenning þá á ég við um heimilin í landinu og langflest fyrirtæki. Til að allir geti fengið aðgang að tryggri raforku þarf að skilgreina almannaþjónustuna í lögunum og við þurfum líka að gefa stjórnvöldum tækin sem beina orkunni í réttan farveg. Við þurfum að standa fyrir orkuskiptum en við þurfum líka að geta selt orkuna með réttum hætti þannig að virkjanir sem hér verða byggðar á næstu árum og áratugum renni ekki til dæmis í námugröft í gagnaverum.“ Þórunn sagði að klára þurfi innleiðingu þriðja orku pakkans að fullu hið fyrsta. „Ég er að flytja um það þingmál sem verður vonandi dreift fyrir lok vikunnar því þetta er algjört forgangsmál ef orkuskiptin eiga að ganga eftir.“ Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Orkumálin hafa verið í brennidepli á síðustu vikum, ekki síst vegna grænbókar um orkumál, yfirstandandi orkuskipti, innrásarstríð Rússa og ákall landsmanna um raforkuöryggi. Fjöldi þingmanna hefur stigið fram í umræðunni og sagt nauðsynlegt að virkja meira til að orkuskiptin geti gengið í gegn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin sé hjóm eitt þar til innleiðing þriðja orkupakkans hefur gengið í gegn að fullu. „Stjórnvöld þurfa að hafa rétt verkfæri til þess að það sé hægt að gera það. Samkvæmt núgildandi raforkulögum og öðru í umgjörð raforkumála á Íslandi er ekkert sem tryggir það að nýjar virkjanir eða aðrar að orkan úr þeim renni til orkuskipta og þess vegna þarf að gera nauðsynlegar breytingar þannig að við getum forgangsraðað í þágu almennings og í þágu orkuskipta og í raun látið stórnotendur vera á öðrum markaði sem er þá samkeppnismarkaður um raforku.“ Skilgreina þurfi almannaþjónustu í lögunum til að hægt sé að forgangsraða orku í þágu almennings og lítilla fyrirtækja og svo til orkuskipta. „Við höfum skuldbundið okkar til þess að innleiða þriðja orkupakkann og þetta er hluti af því sem stjórnvöld þurfa að gera. Það hefur því miður dregist nokkuð lengi að klára þá innleiðingu. Þetta snýst um raforkuöryggi til almennings og þegar ég tala um almenning þá á ég við um heimilin í landinu og langflest fyrirtæki. Til að allir geti fengið aðgang að tryggri raforku þarf að skilgreina almannaþjónustuna í lögunum og við þurfum líka að gefa stjórnvöldum tækin sem beina orkunni í réttan farveg. Við þurfum að standa fyrir orkuskiptum en við þurfum líka að geta selt orkuna með réttum hætti þannig að virkjanir sem hér verða byggðar á næstu árum og áratugum renni ekki til dæmis í námugröft í gagnaverum.“ Þórunn sagði að klára þurfi innleiðingu þriðja orku pakkans að fullu hið fyrsta. „Ég er að flytja um það þingmál sem verður vonandi dreift fyrir lok vikunnar því þetta er algjört forgangsmál ef orkuskiptin eiga að ganga eftir.“
Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09
Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43