Ný fjármálaáætlun kemur á næsta ári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2022 12:28 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra stendur við væntingar sínar um að nýr þjóðarleikvangur verði tekinn í notkun á kjörtímabilinu þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni í fjármálaáætlun. Hann segir verkefnið á réttri leið og að framkvæmdir og möguleg tímalína eigi að skýrast betur í skýrslu sem verður lögð fyrir ríkisstjórn á næstu dögum. Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“ Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“
Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira