Fleiri greinst með Covid í Kína það sem af er ári en allt árið 2021 Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2022 11:35 Útgöngubann er nú í gildi í Shanghai en um þriðjungur íbúa borgarinnar hefur þegar farið í skimun frá því að tilfellum tók að fjölga. AP/Chen Si Yfir hundrað milljón tilfelli kórónuveirusmits hafa nú greinst í Asíu en faraldurinn er í mikilli uppsveiflu í álfunni um þessar mundir vegna undirafbrigðis ómíkron, BA.2. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða til að hemja útbreiðsluna, þar á meðal í Shanghai þar sem útgöngubann er í gildi. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greinast nú um milljón tilfelli á tveggja daga fresti, langflest þeirra í Suður-Kóreu. Að meðaltali látast um þrjú hundruð manns á dag vegna Covid í Suður-Kóreu og hefur líkbrennslustöðum verið gert að starfa lengur að beiðni yfirvalda. Faraldurinn er sömuleiðis í uppsveiflu í Kína en landið hefur komið tiltölulega vel út úr fyrri bylgjum faraldursins með því að beita útgöngubönnum og víðtækum skimunum. Það sem af er ári hafa rúmlega 45 þúsund tilfelli greinst í Kína, fleiri tilfelli en greindust allt árið 2021. Enn er um tiltölulega fá tilfelli að ræða en kínversk yfirvöld hafa áður gripið til aðgerða að minna tilefni. Tilkynnt var um útgöngubann í Shanghai á dögunum vegna veirunnar en um 26 milljón manns búa í borginni. Víðtækum skimunum hefur verið beitt en rúmlega níu milljón manns höfðu farið í sýnatöku í dag. Þá hafa byggingarhúsnæði, íbúðir og fjölfarnir staðir verið sótthreinsaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tilfellum hefur fjölgað hratt í borginni og byrjuðu yfirvöld þar í landi á því að loka nokkrum svæðum í vesturhluta Shanghai í morgun, tveimur dögum á undan áætlun. Svæðum í austurhluta borgarinnar hefur verið lokað frá því á mánudag. Ljóst er að lokanirnar í Shanghai munu hafa töluverð áhrif á efnahag Kína en yfirvöld í borginni hafa tilkynnt um skattendurgreiðslu, niðurgreidda leigu og tímabundin lán til fyrirtækja, að því er kemur fram í frétt AP um málið. Kína Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greinast nú um milljón tilfelli á tveggja daga fresti, langflest þeirra í Suður-Kóreu. Að meðaltali látast um þrjú hundruð manns á dag vegna Covid í Suður-Kóreu og hefur líkbrennslustöðum verið gert að starfa lengur að beiðni yfirvalda. Faraldurinn er sömuleiðis í uppsveiflu í Kína en landið hefur komið tiltölulega vel út úr fyrri bylgjum faraldursins með því að beita útgöngubönnum og víðtækum skimunum. Það sem af er ári hafa rúmlega 45 þúsund tilfelli greinst í Kína, fleiri tilfelli en greindust allt árið 2021. Enn er um tiltölulega fá tilfelli að ræða en kínversk yfirvöld hafa áður gripið til aðgerða að minna tilefni. Tilkynnt var um útgöngubann í Shanghai á dögunum vegna veirunnar en um 26 milljón manns búa í borginni. Víðtækum skimunum hefur verið beitt en rúmlega níu milljón manns höfðu farið í sýnatöku í dag. Þá hafa byggingarhúsnæði, íbúðir og fjölfarnir staðir verið sótthreinsaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tilfellum hefur fjölgað hratt í borginni og byrjuðu yfirvöld þar í landi á því að loka nokkrum svæðum í vesturhluta Shanghai í morgun, tveimur dögum á undan áætlun. Svæðum í austurhluta borgarinnar hefur verið lokað frá því á mánudag. Ljóst er að lokanirnar í Shanghai munu hafa töluverð áhrif á efnahag Kína en yfirvöld í borginni hafa tilkynnt um skattendurgreiðslu, niðurgreidda leigu og tímabundin lán til fyrirtækja, að því er kemur fram í frétt AP um málið.
Kína Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16