Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2022 22:11 Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson eru bændur á Bæ 1 í Bæjarhreppi hinum forna. Einar Árnason Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Bæjarhreppur við Hrútafjörð var áður syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Eftir að hann sameinaðist Húnaþingi vestra árið 2012 spyrja menn sig hvort íbúarnir við vestanverðan Hrútafjörð teljist núna Strandamenn eða Húnvetningar. Bær í Hrútafirði sem Bæjarhreppur var kenndur við.Einar Árnason Þau Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson búa á jörðinni Bæ sem hreppurinn og íbúarnir voru kenndir við. En kalla þau sig enn Bæhreppinga? „Ekki ég,“ svarar Sigrún sem sjálf er frá höfuðbólinu Bæ. „Það er fólk á svæðinu sem notar það og talar þá um Bæjarhrepp hinn forna,“ segir Heiðar. „Ég.. - við erum bara Húnvetningar, í Húnaþingi vestra,“ segir Sigrún. -Nú! Eruð þið ekki Strandamenn frekar? „Það fer svolítið eftir því hvern þú ert að tala við hérna í sveitinni,“ svarar Sigrún og hlær. Kaldbakur er ofan Haukadals í Dýrafirði. Horft er af Gemlufallsheiði. Til vinstri sést í Sandafell en þar undir er Þingeyri.Baldur Hrafnkell Jónsson Já, Strandasýsla hefur verið talin til Vestfjarða og var áður hluti Vestfjarðakjördæmis. En tala þau aldrei um sig sem Vestfirðinga? „Jú, sérstaklega þegar við rökræðum um hæðir á fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Þá finnst okkur mjög gaman að minna Ísfirðinga og Bolvíkinga á það að hæsta fjall á Vestfjörðum sé Tröllakirkja,“ segir Heiðar. Og þá verður málið viðkvæmt því Vestfirðingar hafa almennt talið hinn tignarlega Kaldbak, sem rís upp úr vestfirsku ölpunum milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, vera hæsta fjall Vestfjarða. Kaldbakur er 998 metra hár. Tröllakirkja er hins vegar 1001 metri. Vestfjarðakjördæmi með Strandasýslu og Bæjarhreppi teygði sig upp á HoltavörðuheiðiKort/Ragnar Visage „Þetta er svolítið gaman að minna Vestfirðinga á þetta að þeir þurfa að fara alveg upp á efsta punkt á Holtavörðuheiði til að finna hæsta fjall Vestfjarða,“ segir bóndinn á Bæ og hlær. Landfræðilega hefur samt oftast verið miðað við að Vestfirðir byrji þar sem styst er á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar og þá er Kaldbakur klárlega hæsta fjall fjórðungsins. Og ef Bæjarhreppur hinn forni sé auk þess talinn Húnaþingsmegin þá getur Tröllakirkja vart talist á Vestfjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þau Sigrún og Heiðar Þór eru í hópi viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2, um samfélagið í Hrútafirði vestanverðum. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Fjallað var um Dýrafjörð og söguslóðir Gísla Súrssonar undir Kaldbaki í þessum þætti um Þingeyri árið 2014: Um land allt Húnaþing vestra Strandabyggð Ísafjarðarbær Grín og gaman Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Bæjarhreppur við Hrútafjörð var áður syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Eftir að hann sameinaðist Húnaþingi vestra árið 2012 spyrja menn sig hvort íbúarnir við vestanverðan Hrútafjörð teljist núna Strandamenn eða Húnvetningar. Bær í Hrútafirði sem Bæjarhreppur var kenndur við.Einar Árnason Þau Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson búa á jörðinni Bæ sem hreppurinn og íbúarnir voru kenndir við. En kalla þau sig enn Bæhreppinga? „Ekki ég,“ svarar Sigrún sem sjálf er frá höfuðbólinu Bæ. „Það er fólk á svæðinu sem notar það og talar þá um Bæjarhrepp hinn forna,“ segir Heiðar. „Ég.. - við erum bara Húnvetningar, í Húnaþingi vestra,“ segir Sigrún. -Nú! Eruð þið ekki Strandamenn frekar? „Það fer svolítið eftir því hvern þú ert að tala við hérna í sveitinni,“ svarar Sigrún og hlær. Kaldbakur er ofan Haukadals í Dýrafirði. Horft er af Gemlufallsheiði. Til vinstri sést í Sandafell en þar undir er Þingeyri.Baldur Hrafnkell Jónsson Já, Strandasýsla hefur verið talin til Vestfjarða og var áður hluti Vestfjarðakjördæmis. En tala þau aldrei um sig sem Vestfirðinga? „Jú, sérstaklega þegar við rökræðum um hæðir á fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Þá finnst okkur mjög gaman að minna Ísfirðinga og Bolvíkinga á það að hæsta fjall á Vestfjörðum sé Tröllakirkja,“ segir Heiðar. Og þá verður málið viðkvæmt því Vestfirðingar hafa almennt talið hinn tignarlega Kaldbak, sem rís upp úr vestfirsku ölpunum milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, vera hæsta fjall Vestfjarða. Kaldbakur er 998 metra hár. Tröllakirkja er hins vegar 1001 metri. Vestfjarðakjördæmi með Strandasýslu og Bæjarhreppi teygði sig upp á HoltavörðuheiðiKort/Ragnar Visage „Þetta er svolítið gaman að minna Vestfirðinga á þetta að þeir þurfa að fara alveg upp á efsta punkt á Holtavörðuheiði til að finna hæsta fjall Vestfjarða,“ segir bóndinn á Bæ og hlær. Landfræðilega hefur samt oftast verið miðað við að Vestfirðir byrji þar sem styst er á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar og þá er Kaldbakur klárlega hæsta fjall fjórðungsins. Og ef Bæjarhreppur hinn forni sé auk þess talinn Húnaþingsmegin þá getur Tröllakirkja vart talist á Vestfjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þau Sigrún og Heiðar Þór eru í hópi viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2, um samfélagið í Hrútafirði vestanverðum. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Fjallað var um Dýrafjörð og söguslóðir Gísla Súrssonar undir Kaldbaki í þessum þætti um Þingeyri árið 2014:
Um land allt Húnaþing vestra Strandabyggð Ísafjarðarbær Grín og gaman Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08
Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22