Arnar: Verðum að hrósa Pétri þjálfara Vestra Árni Jóhannsson skrifar 28. mars 2022 21:20 Arnar var sáttur með góðan sigur. Vísir/Vilhelm Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld á Vestra 99-66 í Ásgarði. Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum