Tíu innlagnir á Landspítala vegna inflúensu síðustu þrjár vikur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 16:15 Tiltölulega fáir hafa verið lagðir inn á spítala vegna inflúensu það sem af er ári en margir eru nú að greinast. Vísir/Vilhelm Inflúensa er nú í vexti á Íslandi en það sem af er vetri hafa 230 inflúensutilfelli greinst, þar af um 200 á síðustu þremur vikum, auk þess sem 292 tilfelli til viðbótar hafa verið greind án rannsóknar. Þrátt fyrir að Covid-tilfellum fari fækkandi er enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu. Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01
Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05
Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01