Kröfur upp á 87 milljónir í þrotabú Teatime Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2022 15:04 Stofnendur Teatime voru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Vísir/Þorkell Þorkelsson Skiptum á búi fyrirtækisins Teatime ehf. var lokið þann 22. mars síðastliðinn en kröfur í þrotabúið námu samtals tæpum 87 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Teatime ehf. var stofnað meðal annarra af sömu aðilum og stofnuðu fyrirtækið Plain Vanilla Games sem gaf út spurningaleikinn QuizUp. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um allan heim en um 100 milljónir manna spiluðu leikinn. Plain Vanilla seldi leikinn til Glu Mobile árið 2016 en honum var síðan lokað í mars á seinasta ári. Plain Vanilla Games sagði upp öllu starfsfólki sínu stuttu fyrir söluna en fyrirtækið fékk tæpan milljarð greiddan fyrir leikinn. Fyrirtækið lagði upp laupana stuttu eftir söluna. 10 milljónir notenda Árið 2020 gaf Teatime út leikinn Trivia Royale og notaðist hann við svokallað „royale“ kerfi sem var afar vinsælt meðal tölvuleikjaspilara á þessum tíma þegar leikir eins og Fortnite og Call of Duty: Warzone voru sem vinsælastir. Trivia Royale var vinsæll fyrst um sinn og þegar sem best gekk var leikurinn með um 10 milljónir notenda. Til að geta spilað einn leik þurftu í kringum þúsund aðrir notendur að gera slíkt hið sama og gátu þeir átt í samskiptum á meðan leikurinn var í gangi. Leikurinn vakti mikla athygli vestanhafs og fjölluðu fjölmiðlar á borð við Yahoo og TechCrunch um hann. 18 milljónir greiddar af 87 TeaTime greiddi búskröfur sem námu á fjórtándu milljóna króna að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 36 milljónum króna. Búið er að greiða tæpar fjórar milljónir króna upp í 38 milljóna króna launa- og lífeyrissjóðskröfur. Fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki sínu í febrúar 2021 og sagði Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda þess, í samtali við Vísi á þeim tíma að ekki væri útilokað að selja leikinn til nýrra eigenda. Leikurinn er sem stendur ekki aðgengilegur á App Store. Gjaldþrot Leikjavísir Stafræn þróun Tengdar fréttir Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53 Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Teatime ehf. var stofnað meðal annarra af sömu aðilum og stofnuðu fyrirtækið Plain Vanilla Games sem gaf út spurningaleikinn QuizUp. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um allan heim en um 100 milljónir manna spiluðu leikinn. Plain Vanilla seldi leikinn til Glu Mobile árið 2016 en honum var síðan lokað í mars á seinasta ári. Plain Vanilla Games sagði upp öllu starfsfólki sínu stuttu fyrir söluna en fyrirtækið fékk tæpan milljarð greiddan fyrir leikinn. Fyrirtækið lagði upp laupana stuttu eftir söluna. 10 milljónir notenda Árið 2020 gaf Teatime út leikinn Trivia Royale og notaðist hann við svokallað „royale“ kerfi sem var afar vinsælt meðal tölvuleikjaspilara á þessum tíma þegar leikir eins og Fortnite og Call of Duty: Warzone voru sem vinsælastir. Trivia Royale var vinsæll fyrst um sinn og þegar sem best gekk var leikurinn með um 10 milljónir notenda. Til að geta spilað einn leik þurftu í kringum þúsund aðrir notendur að gera slíkt hið sama og gátu þeir átt í samskiptum á meðan leikurinn var í gangi. Leikurinn vakti mikla athygli vestanhafs og fjölluðu fjölmiðlar á borð við Yahoo og TechCrunch um hann. 18 milljónir greiddar af 87 TeaTime greiddi búskröfur sem námu á fjórtándu milljóna króna að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 36 milljónum króna. Búið er að greiða tæpar fjórar milljónir króna upp í 38 milljóna króna launa- og lífeyrissjóðskröfur. Fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki sínu í febrúar 2021 og sagði Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda þess, í samtali við Vísi á þeim tíma að ekki væri útilokað að selja leikinn til nýrra eigenda. Leikurinn er sem stendur ekki aðgengilegur á App Store.
Gjaldþrot Leikjavísir Stafræn þróun Tengdar fréttir Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53 Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53
Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45