Danir drottna yfir handboltaheiminum Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 17:00 Niklas Landin og Sandra Toft voru best í heimi í handbolta á árinu 2021. Getty Danir eiga besta handboltafólkið og þjálfarana samkvæmt kjöri alþjóða handknattleikssambandsins vegna ársins 2021. Markverðirnir Niklas Landin og Sandra Toft voru valin bestu leikmenn heims á árinu 2021, og þjálfararnir Nikolaj Jacobsen og Jesper Jensen bestu þjálfararnir. Fimm voru tilnefnd í hverjum flokki og það var svo í höndum handboltaaðdáenda um allan heim að kjósa þau bestu. Danish domination The 2021 IHF World Players & Coaches of the Year are: Female player: Sandra Toft Male player: Niklas Landin Coach women's: Jesper Jensen Coach men's: Nikolaj JacobsenVotes came from 6 continental confederations https://t.co/vzdiQ8FBjp pic.twitter.com/94w4kGm07r— International Handball Federation (@ihf_info) March 28, 2022 Landin ver mark danska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi. Hann er fyrsti handboltakarlinn til að vera valinn bestur tvö ár í röð en í fyrra var hann í lykilhlutverki þegar Danmörk varð heimsmeistari og vann silfur á Ólympíuleikunum, og valinn besti markvörður Meistaradeildar Evrópu. Sandra Toft er fyrsta danska handboltakonan til að vera valin best síðan Anja Anderson var valin árið 1997. Toft átti stóran þátt í að danska kvennalandsliðið næði í sín fyrstu verðlaun í átta ár, með því að vinna brons á HM þar sem hún varði 43% skota sem hún fékk á sig. Toft vann líka frönsku deildina með Brest Bretagne og komst með liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nikolaj Jacobsen stýrði eins og fyrr segir Dönum til heimsmeistaratitils í handbolta karla og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Jesper Jensen stýrði kvennaliðinu til bronsverðlaunanna á HM en stýrði einnig liði Esbjerg í Danmörku sem fór ósigrað í gegnum fyrri hluta Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót. Handbolti HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Markverðirnir Niklas Landin og Sandra Toft voru valin bestu leikmenn heims á árinu 2021, og þjálfararnir Nikolaj Jacobsen og Jesper Jensen bestu þjálfararnir. Fimm voru tilnefnd í hverjum flokki og það var svo í höndum handboltaaðdáenda um allan heim að kjósa þau bestu. Danish domination The 2021 IHF World Players & Coaches of the Year are: Female player: Sandra Toft Male player: Niklas Landin Coach women's: Jesper Jensen Coach men's: Nikolaj JacobsenVotes came from 6 continental confederations https://t.co/vzdiQ8FBjp pic.twitter.com/94w4kGm07r— International Handball Federation (@ihf_info) March 28, 2022 Landin ver mark danska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi. Hann er fyrsti handboltakarlinn til að vera valinn bestur tvö ár í röð en í fyrra var hann í lykilhlutverki þegar Danmörk varð heimsmeistari og vann silfur á Ólympíuleikunum, og valinn besti markvörður Meistaradeildar Evrópu. Sandra Toft er fyrsta danska handboltakonan til að vera valin best síðan Anja Anderson var valin árið 1997. Toft átti stóran þátt í að danska kvennalandsliðið næði í sín fyrstu verðlaun í átta ár, með því að vinna brons á HM þar sem hún varði 43% skota sem hún fékk á sig. Toft vann líka frönsku deildina með Brest Bretagne og komst með liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nikolaj Jacobsen stýrði eins og fyrr segir Dönum til heimsmeistaratitils í handbolta karla og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Jesper Jensen stýrði kvennaliðinu til bronsverðlaunanna á HM en stýrði einnig liði Esbjerg í Danmörku sem fór ósigrað í gegnum fyrri hluta Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót.
Handbolti HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira