Ekki er búist við að friðarviðræður Úkraínumanna og Rússa hefjist fyrr en á morgun.
Þá fjöllum við um hið undarlega atvik sem varð á Óskarsverðlaununum í nótt þegar Will Smith rak grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu.
Einnig fræðumst við áfram um söluna á bréfum ríkisins í Íslandsbanka og fjöllum um hinar miklu leysingar sem verið hafa á Suðurlandi síðustu daga.