Innlent

Elliðaár flæða yfir bakka sína

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stór gróðurlendi eru á kafi við Elliðaár.
Stór gróðurlendi eru á kafi við Elliðaár. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi.

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir í færslu að rennsli í ám á vatnasviði Elliðaár hafi farið vaxandi fyrir helgi en miklar leysingar standa nú yfir.

Vatnamælir Veðurstofunnar sýni að rennsli í Hólmsá hafi náð þrjátíu rúmmetum á sekúndu í gærkvöldi og rennsli þannig þrefaldast síðan í gærmorgun.

Malbikaður göngustígur meðfram Bugðu, við Norðlingaholt og Rauðhóla, er á kafi og þá má litlu muna að áin nái í brúargólf göngu- og hestabrúar við Norðlingaholt.

Vatnsmagn í Elliðaám er sérstaklega mikið þessa stundina.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×