Vörum bænda hent í gáma við verslanir eftir síðasta söludag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 13:03 Kjöt frá bændum á kæli í sláturhúsi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagsmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa verulegar áhyggjur af matarsóun í verslunum landsins, sem lýsir því sér að vörum bænda sé hent í gáma og þar með í ruslið ef þær seljast ekki. Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel. Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira