Fá hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leigu vegna faraldursins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 23:23 Hótelið var meðal annars nýtt undir farsóttarhús fyrir Covid-smitaða. Vísir/Egill Fosshótel fær 33 prósent afslátt af leigugreiðslum sem spönnuðu yfir eins árs tímabil og þar af leiðandi hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leiguverði. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira