Jón Dagur hrekur orðróminn og reiknar með að yfirgefa Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 15:01 Jón Dagur Þorsteinsson gegnir sífellt stærra hlutverki í landsliðinu og gæti spilað sinn 17. A-landsleik á laugardaginn gegn Finnlandi. Getty/Alex Nicodim „Eins og staðan er í dag held ég að ég eigi um það bil tíu leiki eftir fyrir AGF og svo muni ég fara eitthvert annað,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem er á förum frá Danmörku í sumar og gæti mögulega verið á leið til Englands. „Þetta getur breyst en eins og þetta hefur þróast síðustu daga og vikur býst ég við að fara í sumar,“ segir Jón Dagur en hann sat fyrir svörum við tölvuna á blaðamannafundi KSÍ á Spáni í dag. Þar leikur Ísland vináttulandsleik við Finnland á laugardaginn og gegn Spáni næsta þriðjudag. Jón Dagur var í dag orðaður við annað danskt félag, OB, og hefur áður verið orðaður við AaB í dönskum fjölmiðlum. Það er þó ekki að heyra á honum að hann verði áfram í Danmörku nú þegar þriðja tímabili hans hjá AGF er að ljúka. „Ég býst ekki við að vera í Danmörku áfram ef ég fer frá AGF. Ég held að þetta séu nú bara einhver orðrómur. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur dönsk félög og efast um að ég muni gera það.“ Svekkjandi að fylgjast alltaf með af bekknum í lokin Jón Dagur segir það styðja við ákvörðunina um að yfirgefa AGF að hann fái nánast aldrei að spila allar 90 mínúturnar í leikjum: „Þetta spilar algjörlega inn í. Þetta hefur verið svolítið lengi í gangi. Á sama tíma þá var þetta bara uppleggið hjá okkur fyrir leiki – að skipta kantmönnum þegar það væru 20-25 mínútur eftir og fá ferska fætur inn á. Það var að virka hjá liðinu, þó að þetta væri ekki staða sem ég vildi vera í – að vera alltaf tekinn út af þó að maður byrjaði alla leiki. Að vera farinn út af þegar leikurinn er að opnast. Það eru oftast meiri möguleikar á að skora síðustu 20-25 mínúturnar og svekkjandi að fylgjast með því af bekknum.“ Langar í lið sem spilar betri fótbolta Jón Dagur, sem er 23 ára, fór ungur að árum frá HK til Fulham í Englandi og er mjög opinn fyrir því að komast í enska boltann en hann var spurður sérstaklega út í möguleikann á að hann færi í félag í næstefstu deild Englands. „Ég er mjög opinn fyrir öllu. Ég var í Englandi en náði ekki að spila með Fulham þegar þeir voru þá í úrvalsdeildinni og Championship-deildinni. Auðvitað væri ég opinn fyrir því að fara í þá deild því hún er skemmtileg,“ segir Jón Dagur. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara rólegur yfir þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar betri fótbolta og hentar mér betur. Á þessu tímabili erum við bara búnir að vera lélegir og það hefur verið erfitt að vera sóknarmaður í þessu liði. Ég væri til í að komast í lið sem hentar mér betur. Ég er ekki að pæla í einhverju ákveðnu landi og er bara opinn varðandi það,“ segir Jón Dagur. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00 Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00 Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30 Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
„Þetta getur breyst en eins og þetta hefur þróast síðustu daga og vikur býst ég við að fara í sumar,“ segir Jón Dagur en hann sat fyrir svörum við tölvuna á blaðamannafundi KSÍ á Spáni í dag. Þar leikur Ísland vináttulandsleik við Finnland á laugardaginn og gegn Spáni næsta þriðjudag. Jón Dagur var í dag orðaður við annað danskt félag, OB, og hefur áður verið orðaður við AaB í dönskum fjölmiðlum. Það er þó ekki að heyra á honum að hann verði áfram í Danmörku nú þegar þriðja tímabili hans hjá AGF er að ljúka. „Ég býst ekki við að vera í Danmörku áfram ef ég fer frá AGF. Ég held að þetta séu nú bara einhver orðrómur. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur dönsk félög og efast um að ég muni gera það.“ Svekkjandi að fylgjast alltaf með af bekknum í lokin Jón Dagur segir það styðja við ákvörðunina um að yfirgefa AGF að hann fái nánast aldrei að spila allar 90 mínúturnar í leikjum: „Þetta spilar algjörlega inn í. Þetta hefur verið svolítið lengi í gangi. Á sama tíma þá var þetta bara uppleggið hjá okkur fyrir leiki – að skipta kantmönnum þegar það væru 20-25 mínútur eftir og fá ferska fætur inn á. Það var að virka hjá liðinu, þó að þetta væri ekki staða sem ég vildi vera í – að vera alltaf tekinn út af þó að maður byrjaði alla leiki. Að vera farinn út af þegar leikurinn er að opnast. Það eru oftast meiri möguleikar á að skora síðustu 20-25 mínúturnar og svekkjandi að fylgjast með því af bekknum.“ Langar í lið sem spilar betri fótbolta Jón Dagur, sem er 23 ára, fór ungur að árum frá HK til Fulham í Englandi og er mjög opinn fyrir því að komast í enska boltann en hann var spurður sérstaklega út í möguleikann á að hann færi í félag í næstefstu deild Englands. „Ég er mjög opinn fyrir öllu. Ég var í Englandi en náði ekki að spila með Fulham þegar þeir voru þá í úrvalsdeildinni og Championship-deildinni. Auðvitað væri ég opinn fyrir því að fara í þá deild því hún er skemmtileg,“ segir Jón Dagur. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara rólegur yfir þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar betri fótbolta og hentar mér betur. Á þessu tímabili erum við bara búnir að vera lélegir og það hefur verið erfitt að vera sóknarmaður í þessu liði. Ég væri til í að komast í lið sem hentar mér betur. Ég er ekki að pæla í einhverju ákveðnu landi og er bara opinn varðandi það,“ segir Jón Dagur. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00 Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00 Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30 Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00
Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00
Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30
Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti