Make up er glæný íslensk þáttaröð í umsjón Kristínar Péturs þar sem sex efnilegir förðunarfræðingar taka frumlegum áskorunum og leysa fjölbreytt verkefni úr heimi förðunar.

Keppendur leggja allt í sölurnar til að ganga í augun á álitsgjöfum og sérfræðingum sem fylgjast grannt með öllu sem gerist. Í hverjum þætti fá Ingunn og Heiður kunnan gestasérfræðing með sér í lið. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr frumsýningarpartýi þáttanna Make up sem fram fór í gær.




