EM-umsókn Rússa veldur hneykslan: Svívirðilegt og alveg óskiljanlegt Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:29 Rússar, sem héldu HM 2018, hafa sóst eftir því að halda EM 2028 eða 2032. Getty/Wolfgang Rattay Rússneska knattspyrnusambandið skilaði afar óvænt inn umsókn á síðustu stundu um að fá að halda Evrópumót karla í fótbolta árið 2028 eða 2032. Forsætisráðherra Bretlands segist ekki trúa því að Rússar komi til greina sem gestgjafar og ensku götublöðin segja ákvörðun Rússa svívirðilega. Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“ Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira