Ragnar Þór segist ætla að selja eitt sumarhús VR með afslætti Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2022 10:44 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tjári sig um sölu á Íslandsbanka og telur það vera spillingu Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa tekið ákvörðun um að selja eitt sumarhús í eigu VR á 35 milljónir. Gangvirði eða ásett verð nákvæmlega eins sumarhúsa, í sama hverfi, er um 40 milljónir. „Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna. Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið,“ segir Ragnar í pistli á Facebook-síðu sinni. Og þarna má lesendum ljóst vera að um er að ræða paródíu á sölu hlutar í Íslandsbanka í gær; gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Ragnar hefur áður tjáð sig um söluna og telur hana spillta. Ragnar heldur áfram, segir koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. En hann taki samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir. „Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.“ Ragnar segist ætla að leyfa lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Og einhver spyrji hann svo út í afsláttinn þá segi hann bara að hann vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. „Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma. Nú eru húsin metin á 44 milljónir og allir sáttir,“ segir Ragnar og setur inn táknkall til marks um að sér sé ekki alvara. Um er að ræða háðsádeilu. Og spyr svo: „Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“ Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna. Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið,“ segir Ragnar í pistli á Facebook-síðu sinni. Og þarna má lesendum ljóst vera að um er að ræða paródíu á sölu hlutar í Íslandsbanka í gær; gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Ragnar hefur áður tjáð sig um söluna og telur hana spillta. Ragnar heldur áfram, segir koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. En hann taki samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir. „Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.“ Ragnar segist ætla að leyfa lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Og einhver spyrji hann svo út í afsláttinn þá segi hann bara að hann vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. „Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma. Nú eru húsin metin á 44 milljónir og allir sáttir,“ segir Ragnar og setur inn táknkall til marks um að sér sé ekki alvara. Um er að ræða háðsádeilu. Og spyr svo: „Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent