Magnús Þór ráðinn forstjóri RARIK Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2022 09:57 Magnús Þór Ásmundsson. Hreinn Magnússon Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu 1. maí næstkomandi. Í tilkynningu segir að Magnús hafi lokið námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og meistaraprófi frá Danmarks Tekniske Universitet 1990. „Magnús hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel til 2009. Hann var framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli frá 2009 og síðan forstjóri fyrirtækisins frá 2012 til 2019. Árið 2020 tók Magnús við starfi forstjóra Faxaflóahafna sf. Magnús hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs og í stjórnum Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Hann hefur jafnframt setið í stjórn Landsnets ehf. frá árinu 2020. Hann er einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Vök baths á Egilsstöðum og situr í stjórn fyrirtækisins. Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna, er staðgengill forstjóra og mun hann tímabundið taka við starfinu frá 14. apríl og gegna því þar til það verður auglýst að nýju í vor. Tekur við af Tryggva Þór Haft er eftir Birki Jóni Jónssoni, stjórnarformanni RARIK ohf., að stjórn hafi verið einróma um ráðningu Magnúsar og bjóði hann velkominn til starfa. „Tryggvi Þór Haraldsson sem leitt hefur fyrirtækið farsællega síðan 2003 lætur af störfum sem forstjóri frá 1. maí en mun verða Magnúsi innan handar um sinn. Framundan eru spennandi tímar hjá RARIK, áskorun verður að fylgja eftir markmiðum um orkuskipti og loftslagsmál. Jafnframt er mikilvægt að tryggja áframhaldandi framfarir og uppbyggingu á tímum mikilla breytinga og tækniframfara.“ Á vef stofnunarinnar segir að RARIK sé opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem hafi verið stofnað 2006 þegar það tók við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. „Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.“ Vistaskipti Orkumál Tengdar fréttir Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. 21. janúar 2022 11:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilkynningu segir að Magnús hafi lokið námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og meistaraprófi frá Danmarks Tekniske Universitet 1990. „Magnús hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel til 2009. Hann var framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli frá 2009 og síðan forstjóri fyrirtækisins frá 2012 til 2019. Árið 2020 tók Magnús við starfi forstjóra Faxaflóahafna sf. Magnús hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs og í stjórnum Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Hann hefur jafnframt setið í stjórn Landsnets ehf. frá árinu 2020. Hann er einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Vök baths á Egilsstöðum og situr í stjórn fyrirtækisins. Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna, er staðgengill forstjóra og mun hann tímabundið taka við starfinu frá 14. apríl og gegna því þar til það verður auglýst að nýju í vor. Tekur við af Tryggva Þór Haft er eftir Birki Jóni Jónssoni, stjórnarformanni RARIK ohf., að stjórn hafi verið einróma um ráðningu Magnúsar og bjóði hann velkominn til starfa. „Tryggvi Þór Haraldsson sem leitt hefur fyrirtækið farsællega síðan 2003 lætur af störfum sem forstjóri frá 1. maí en mun verða Magnúsi innan handar um sinn. Framundan eru spennandi tímar hjá RARIK, áskorun verður að fylgja eftir markmiðum um orkuskipti og loftslagsmál. Jafnframt er mikilvægt að tryggja áframhaldandi framfarir og uppbyggingu á tímum mikilla breytinga og tækniframfara.“ Á vef stofnunarinnar segir að RARIK sé opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem hafi verið stofnað 2006 þegar það tók við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. „Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.“
Vistaskipti Orkumál Tengdar fréttir Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. 21. janúar 2022 11:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. 21. janúar 2022 11:00