Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt Þorstenn Hjálmsson skrifar 23. mars 2022 23:10 Patrekur var langt í frá sáttur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari. „Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira