Selenskí ávarpar heimsbyggðina og boðar mótmæli: „Heimurinn verður að stöðva Rússland“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. mars 2022 22:55 Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, flutti ávarp sitt á ensku í kvöld og kallaði eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að fólk um allan heim safnist saman á morgun, fimmtudaginn 24. mars, til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Hann segir aðgerðir Rússa aðeins byrjunina á stríðinu gegn frelsi í Evrópu. Undanfarnar vikur hefur Selenskí ávarpað þjóð sína daglega með myndböndum á netinu til að uppfæra þau um stöðu mála en í kvöld var ávarp hans í fyrsta sinn á ensku og því ætlað að ná til heimsbyggðarinnar. „Stríð Rússlands er ekki aðeins stríð gegn Úkraínu,“ sagði Selenskí í ávarpinu en hann sagði að um væri að ræða stríð gegn frelsi í Evrópu og að það væri aðeins að byrja. „Heimurinn verður að stöðva Rússland. Heimurinn verður að stöðva þetta stríð.“ Á morgun verða fjórar vikur liðnar frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu og hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í átökunum, auk þess sem um 3,5 milljónir manna hafa þurft að flýja landið. Vestræn ríki hafa beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en að sögn Selenskí heldur stríðið áfram. „Ég þakka öllum sem styðja við Úkraínu, við frelsið, en stríðið heldur áfram. Illvirkin gegn friðsamlegu fólki halda áfram,“ sagði Selenskí. „Því bið ég ykkur um að standa upp gegn þessu stríði. Frá og með 24. mars, nákvæmlega einum mánuði frá því að innrás Rússa hófst. Sýnið samstöðu. Komið frá skrifstofum ykkar, heimilum, skólum og háskólum. Komið í nafni friðar.“ Selenskí biðlar til fólks að koma hvaðan sem það er statt, safnast saman á fjölförnum stöðum, og bera merki til stuðnings Úkraínu. „Segið að fólkið skipti máli. Að frelsið skipti máli. Friður skipti máli. Úkraína skipti máli. Frá 24. Mars, í miðborgum borga ykkar, öll sem ein, saman til að stöðva þetta stríð.“ Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun þar sem Selenskí mun ávarpa leiðtogana. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Selenskí ávarpað þjóð sína daglega með myndböndum á netinu til að uppfæra þau um stöðu mála en í kvöld var ávarp hans í fyrsta sinn á ensku og því ætlað að ná til heimsbyggðarinnar. „Stríð Rússlands er ekki aðeins stríð gegn Úkraínu,“ sagði Selenskí í ávarpinu en hann sagði að um væri að ræða stríð gegn frelsi í Evrópu og að það væri aðeins að byrja. „Heimurinn verður að stöðva Rússland. Heimurinn verður að stöðva þetta stríð.“ Á morgun verða fjórar vikur liðnar frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu og hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í átökunum, auk þess sem um 3,5 milljónir manna hafa þurft að flýja landið. Vestræn ríki hafa beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en að sögn Selenskí heldur stríðið áfram. „Ég þakka öllum sem styðja við Úkraínu, við frelsið, en stríðið heldur áfram. Illvirkin gegn friðsamlegu fólki halda áfram,“ sagði Selenskí. „Því bið ég ykkur um að standa upp gegn þessu stríði. Frá og með 24. mars, nákvæmlega einum mánuði frá því að innrás Rússa hófst. Sýnið samstöðu. Komið frá skrifstofum ykkar, heimilum, skólum og háskólum. Komið í nafni friðar.“ Selenskí biðlar til fólks að koma hvaðan sem það er statt, safnast saman á fjölförnum stöðum, og bera merki til stuðnings Úkraínu. „Segið að fólkið skipti máli. Að frelsið skipti máli. Friður skipti máli. Úkraína skipti máli. Frá 24. Mars, í miðborgum borga ykkar, öll sem ein, saman til að stöðva þetta stríð.“ Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun þar sem Selenskí mun ávarpa leiðtogana.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20
Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21
Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent