Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 31-25 | Fram sannfærandi í seinni hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 23. mars 2022 22:20 Karen Knútsdóttir fór á kostum í kvöld. Hér má sjá leikmenn HK reyna stöðva hana en Stjörnunni tókst það engan veginn. Vísir/Hulda Margrét Fram vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Það var jafnt í hálfleik en Fram átti frábæran seinni hálfleik sem skilaði sér í sex marka sigri 31-25. Stjarnan mætti til leiks af mikilli ákefð. Það gekk allt upp hjá gestunum á fyrstu fimm mínútum. leiksins og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé 1-5 undir. Fram brást vel við leikhléi Stefáns og voru heimakonur ekki lengi að jafna leikinn í 7-7. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og skiptust liðin á mörkum. Markmenn beggja liða voru í stuði í fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og var með 42.1 prósent markvörslu. Darija Zecevic varði hins vegar 11 skot og var með 47.8 prósent markvörslu í hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 12-12. Eins vel og Stjarnan byrjaði fyrri hálfleik var ekki það sama upp á teningum í síðari hálfleik. Það tók Stjörnuna níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Á meðan gekk Fram á lagið og skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var staðan orðin 17-12 þegar Anna Karen Hansdóttir skoraði fyrir Stjörnuna með ákveðinni heppni þar sem boltinn lak inn. Leikur Stjörnunnar batnaði loksins þegar gestirnir skoruðu en Fram var alltaf skrefi á undan. Karen Knútsdóttir var þar allt í öllu og stjórnaði öllu skipulagi Fram afar vel. Eftir að Karen hafði gert þrjú mörk í röð fóru Stjörnukonur að spila fastari vörn. Þegar tíu mínútur voru eftir var Fram fimm mörkum yfir og enginn vafi hvar sigurinn myndi enda. Stjarnan gerði ekki mikið á lokakaflanum og ógnaði aldrei forskoti Fram sem vann á endanum sex marka sigur 31-25. Af hverju vann Fram? Eftir að Fram lenti fjórum mörkum undir strax eftir fimm mínútna leik small vörnin. Stjarnan skoraði aðeins tuttugu mörk á síðustu fimmtíu og fimm mínútunum. Það var jafnt í hálfleik en Fram var með mikla yfirburði í seinni hálfleik og átti Stjarnan aldrei svör við leik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir átti stórleik og skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum. Karen skapaði einnig urmul af færum og gaf sjö stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk úr fimmtán skotum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleik eins illa og hægt var. Stjarnan skoraði ekki mark í níu mínútur og lenti fimm mörkum undir sem var of mikil brekka fyrir gestina. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, átti góðan fyrri hálfleik en var langt frá sínu besta í seinni hálfleik og varði aðeins eitt skot. Hvað gerist næst? Fram fær KA/Þór í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Valur í TM-höllinni klukkan 16:00. Karen: Vorum frábærar í fimmtíu og fimm mínútur Karen fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum. „Í byrjun leiks vorum við að spila slaka vörn, við vorum seinar til baka og einfaldlega lélegar í fimm mínútur en stóðum okkur vel í fimmtíu og fimm mínútur,“ sagði Karen eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 og var Karen afar ánægð með Fram frá eftir fyrstu fimm mínútur leiksins. „Við héldum bara áfram í seinni hálfleik. Við áttum bara lélegar fimm mínútur, við fengum aðeins á okkur sjö mörk á síðustu tuttugu og fimm mínútunum í fyrri hálfleik og héldum síðan sama takt í seinni hálfleik,“ sagði Karen Knútsdóttir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Stjarnan mætti til leiks af mikilli ákefð. Það gekk allt upp hjá gestunum á fyrstu fimm mínútum. leiksins og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé 1-5 undir. Fram brást vel við leikhléi Stefáns og voru heimakonur ekki lengi að jafna leikinn í 7-7. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og skiptust liðin á mörkum. Markmenn beggja liða voru í stuði í fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og var með 42.1 prósent markvörslu. Darija Zecevic varði hins vegar 11 skot og var með 47.8 prósent markvörslu í hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 12-12. Eins vel og Stjarnan byrjaði fyrri hálfleik var ekki það sama upp á teningum í síðari hálfleik. Það tók Stjörnuna níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Á meðan gekk Fram á lagið og skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var staðan orðin 17-12 þegar Anna Karen Hansdóttir skoraði fyrir Stjörnuna með ákveðinni heppni þar sem boltinn lak inn. Leikur Stjörnunnar batnaði loksins þegar gestirnir skoruðu en Fram var alltaf skrefi á undan. Karen Knútsdóttir var þar allt í öllu og stjórnaði öllu skipulagi Fram afar vel. Eftir að Karen hafði gert þrjú mörk í röð fóru Stjörnukonur að spila fastari vörn. Þegar tíu mínútur voru eftir var Fram fimm mörkum yfir og enginn vafi hvar sigurinn myndi enda. Stjarnan gerði ekki mikið á lokakaflanum og ógnaði aldrei forskoti Fram sem vann á endanum sex marka sigur 31-25. Af hverju vann Fram? Eftir að Fram lenti fjórum mörkum undir strax eftir fimm mínútna leik small vörnin. Stjarnan skoraði aðeins tuttugu mörk á síðustu fimmtíu og fimm mínútunum. Það var jafnt í hálfleik en Fram var með mikla yfirburði í seinni hálfleik og átti Stjarnan aldrei svör við leik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir átti stórleik og skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum. Karen skapaði einnig urmul af færum og gaf sjö stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk úr fimmtán skotum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleik eins illa og hægt var. Stjarnan skoraði ekki mark í níu mínútur og lenti fimm mörkum undir sem var of mikil brekka fyrir gestina. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, átti góðan fyrri hálfleik en var langt frá sínu besta í seinni hálfleik og varði aðeins eitt skot. Hvað gerist næst? Fram fær KA/Þór í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Valur í TM-höllinni klukkan 16:00. Karen: Vorum frábærar í fimmtíu og fimm mínútur Karen fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum. „Í byrjun leiks vorum við að spila slaka vörn, við vorum seinar til baka og einfaldlega lélegar í fimm mínútur en stóðum okkur vel í fimmtíu og fimm mínútur,“ sagði Karen eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 og var Karen afar ánægð með Fram frá eftir fyrstu fimm mínútur leiksins. „Við héldum bara áfram í seinni hálfleik. Við áttum bara lélegar fimm mínútur, við fengum aðeins á okkur sjö mörk á síðustu tuttugu og fimm mínútunum í fyrri hálfleik og héldum síðan sama takt í seinni hálfleik,“ sagði Karen Knútsdóttir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira