Andrés Ingi segir rússnesk stjórnvöld „móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml“ Jakob Bjarnar skrifar 23. mars 2022 17:03 Andrés Ingi var ekki að gefa Pútín forseta Rússlands neinn afslátt á Alþingi nú síðdegis. Vísir/Vilhelm/Getty Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fékk óvæntan stuðning frá minnihlutanum á þingfundi í dag. Þingmenn úthúðuðu Pútín úr ræðustól þingsins og kölluðu hann ítrekað illvirkja. Þá voru rússnesk sendiráð um víða veröld kölluð falsfréttaveitur. „Við þurfum að standa með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra og sýna honum fullan stuðning í árásum rússneska sendiráðsins á hana því það eru árásir á íslenska þingið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata í dagskrárliðnum um fundarstjórn forseta. Andrés vísaði þar til ummæla Sigurðar Inga sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarmanna þess efnis að Pútín forseti Rússlands væri illvirki. Rússneski sendiherrann á Íslandi hefur krafist afsökunarbeiðni af hálfu Sigurðar Inga sem hefur svarað að hann muni ekki biðja Pútín afsökunar fyrr en hann hættir innrásum á Úkraínu. Andrés taldi kröfu sendiherrans fráleita; undir orð Sigurðar Inga gætu þingmenn, hver og einn einasti, tekið. Andrés segir rússneska misnota 95. gr. almennra hegningarlaga þess efnis að ekki megi móðga erlenda þjóðarleiðtoga. „En ef dómsmálaráðherra verði beðinn um að virkja 95. grein gegn innviðaráðherra kemur til kasta forseta að meta það hvort eigi að svipta eigi ráðherrann friðhelgi þingsins. Þar stöndum við saman öll sem eitt með friði gegn Vladimir Pútín illvirkjanum.“ Í ræðustól steig þá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og tók undir með Andrési. Hún sagði okkur búa við þau lög að bannað sé að uppnefna erlenda þjóðarleiðtoga á Íslandi. Þau lög væru úrelt. Þingmenn byggju við þinghelgi en almenningur megi ekki lýsa skoðunum sínum „á illvirkjanum Pútín eða öðrum þjóðarleiðtogum sem fremja stríðsglæpi án þess að eiga yfir höfði sér refsingu.“ Lög eiga ekki að vernda illvirkja frá sannleikanum Þórhildur Sunna sagði að einhverra hluta vegna hafi verið tregða til að breyta þessum lögum. „Auðvitað verndum við erlend sendiráð og öryggi þeirra og starfsmanna þeirra. Það er okkar grunnskylda í samfélagi þjóðanna en við leyfum okkur að tala frjálslega um þau illvirki sem framin eru af erlendum þjóðhöfðingjum. Þeir eiga ekki skilið neina sérstaka vernd fyrir umtali um þau illvirki sem fremja.“ Sigmar Guðmundsson Viðreisn tók í sama streng. Og benti á hugsunarvillu í orðum rússneska sendiherrans að Sigurður Ingi væri að skipta sér af innanríkismálum Rússa. „Það er ein hugsanlega villan, skekkjan, innrás í annað ríki er innanríkismál Rússlands. Síðan er kemur það líka fram að stjórnvöld í landinu þar séu lýðræðislega kjörin. Við vitum allt um það hvernig lýðræðið í Rússlandi virkar þannig að hér er enn ein hugsanlega villan og alveg vel hægt að heimfæra það undir orð hvæstvirts þingmanns um að þetta sé falsfréttaveita,“ sagði Sigmar meðal annars. Og tók undir með Andrési Inga og Sigurði Inga. Rússnesk sendiráð falsfréttamaskínur Andrés kom þá aftur í ræðustól og bætti í. „Rússnesk sendiráð um allan heim eru þessa dagana lítið annað en falsfréttamaskínur. Það að fulltrúar rússneskra stjórnvalda hér á landi sjái ástæða til að finna að því að leiðtogi stjórnmálaflokks tjái sig með skýrum hætti um þau brot sem eru að eiga sér stað í Úkraínu að undirlagi illvirkjans Vladimir Putins,“ sagði Andrés Ingi og bætti því við að alvarlegt væri að við hefðum ekki enn haft dug í okkur til að taka móðgunar ákvæði 95. gr. hegningarlaga út úr lagabálkinum. „Það er til skammar fyrir þingið og ég velti því fyrir mér hvort forseti ætti kannski að beina því til allsherjar- og menntamálanefndar að koma hið snarasta með frumvarp þess efnis til þingsins að þurrka þennan bókstafi út sem lætur móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml, njóta aukins réttar á móti tjáningarfrelsi einstaklinga á Íslandi. Þetta getur ekki gengið.“ Alþingi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Píratar Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
„Við þurfum að standa með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra og sýna honum fullan stuðning í árásum rússneska sendiráðsins á hana því það eru árásir á íslenska þingið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata í dagskrárliðnum um fundarstjórn forseta. Andrés vísaði þar til ummæla Sigurðar Inga sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarmanna þess efnis að Pútín forseti Rússlands væri illvirki. Rússneski sendiherrann á Íslandi hefur krafist afsökunarbeiðni af hálfu Sigurðar Inga sem hefur svarað að hann muni ekki biðja Pútín afsökunar fyrr en hann hættir innrásum á Úkraínu. Andrés taldi kröfu sendiherrans fráleita; undir orð Sigurðar Inga gætu þingmenn, hver og einn einasti, tekið. Andrés segir rússneska misnota 95. gr. almennra hegningarlaga þess efnis að ekki megi móðga erlenda þjóðarleiðtoga. „En ef dómsmálaráðherra verði beðinn um að virkja 95. grein gegn innviðaráðherra kemur til kasta forseta að meta það hvort eigi að svipta eigi ráðherrann friðhelgi þingsins. Þar stöndum við saman öll sem eitt með friði gegn Vladimir Pútín illvirkjanum.“ Í ræðustól steig þá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og tók undir með Andrési. Hún sagði okkur búa við þau lög að bannað sé að uppnefna erlenda þjóðarleiðtoga á Íslandi. Þau lög væru úrelt. Þingmenn byggju við þinghelgi en almenningur megi ekki lýsa skoðunum sínum „á illvirkjanum Pútín eða öðrum þjóðarleiðtogum sem fremja stríðsglæpi án þess að eiga yfir höfði sér refsingu.“ Lög eiga ekki að vernda illvirkja frá sannleikanum Þórhildur Sunna sagði að einhverra hluta vegna hafi verið tregða til að breyta þessum lögum. „Auðvitað verndum við erlend sendiráð og öryggi þeirra og starfsmanna þeirra. Það er okkar grunnskylda í samfélagi þjóðanna en við leyfum okkur að tala frjálslega um þau illvirki sem framin eru af erlendum þjóðhöfðingjum. Þeir eiga ekki skilið neina sérstaka vernd fyrir umtali um þau illvirki sem fremja.“ Sigmar Guðmundsson Viðreisn tók í sama streng. Og benti á hugsunarvillu í orðum rússneska sendiherrans að Sigurður Ingi væri að skipta sér af innanríkismálum Rússa. „Það er ein hugsanlega villan, skekkjan, innrás í annað ríki er innanríkismál Rússlands. Síðan er kemur það líka fram að stjórnvöld í landinu þar séu lýðræðislega kjörin. Við vitum allt um það hvernig lýðræðið í Rússlandi virkar þannig að hér er enn ein hugsanlega villan og alveg vel hægt að heimfæra það undir orð hvæstvirts þingmanns um að þetta sé falsfréttaveita,“ sagði Sigmar meðal annars. Og tók undir með Andrési Inga og Sigurði Inga. Rússnesk sendiráð falsfréttamaskínur Andrés kom þá aftur í ræðustól og bætti í. „Rússnesk sendiráð um allan heim eru þessa dagana lítið annað en falsfréttamaskínur. Það að fulltrúar rússneskra stjórnvalda hér á landi sjái ástæða til að finna að því að leiðtogi stjórnmálaflokks tjái sig með skýrum hætti um þau brot sem eru að eiga sér stað í Úkraínu að undirlagi illvirkjans Vladimir Putins,“ sagði Andrés Ingi og bætti því við að alvarlegt væri að við hefðum ekki enn haft dug í okkur til að taka móðgunar ákvæði 95. gr. hegningarlaga út úr lagabálkinum. „Það er til skammar fyrir þingið og ég velti því fyrir mér hvort forseti ætti kannski að beina því til allsherjar- og menntamálanefndar að koma hið snarasta með frumvarp þess efnis til þingsins að þurrka þennan bókstafi út sem lætur móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml, njóta aukins réttar á móti tjáningarfrelsi einstaklinga á Íslandi. Þetta getur ekki gengið.“
Alþingi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Píratar Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28