Hafa áhyggjur af Reykjavíkurmeisturum Þróttar: „Edda er að kála þeim í ræktinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 15:30 Nú reynir á Álfhildi Rósu Kjartansdóttur og félaga í Þróttaraliðinu að rífa sig í gang áður en Besta deildin byrjar eftir rúman mánuð. Vísir/Hulda Margrét Reykjavíkurmeistarar Þróttar höfðu náð sínum besta árangri í þremur keppnum í röð, á Íslandsmótinu 2021, í bikarkeppninni 2021 og í Reykjavíkurmótinu 2022, þegar kom að Lengjubikarnum. Þar sýndi liðið aftur á móti veikleikamerki. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira