Valieva snýr aftur á svellið í fyrsta sinn eftir skandalinn í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 07:16 Kamila Valieva brotnaði saman eftir frjálsu æfingarnar í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. getty/Nikolay Muratkin Rússneska skautakonan Kamila Valieva snýr aftur á svellið um helgina og keppir í fyrsta sinn síðan á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hin fimmtán ára Valieva var einn umtalaðasti keppandi Vetrarólympíuleikanna. Eftir að hafa hjálpað rússnesku ólympíunefndinni að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi á meistaramóti Rússlands um jólin. Hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Þrátt fyrir það var Valievu leyft að keppa í einstaklingskeppninni. Hún var efst eftir skylduæfingarnar en náði sér engan veginn á strik í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Heimsmeistaramótið í listdansi á skautum hefst í Montpellier í Frakklandi dag og stendur yfir fram á sunnudag. Rússum var bannað að taka þátt vegna innrásarinnar í Úkraínu og því skipulögðu þeir sitt eigið mót. Og þar snýr Valieva aftur á svellið. Lyfjaprófið sem hún féll á er samt enn hangandi yfir henni en rússneska lyfjaeftirlitið á eftir að ákveða hvort hún fái einhvers konar refsingu. Þar í landi eru menn þó ekki beint þekktir fyrir að taka hart á ólöglegri lyfjaneyslu íþróttafólks eins og dæmin sanna. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var einn umtalaðasti keppandi Vetrarólympíuleikanna. Eftir að hafa hjálpað rússnesku ólympíunefndinni að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi á meistaramóti Rússlands um jólin. Hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Þrátt fyrir það var Valievu leyft að keppa í einstaklingskeppninni. Hún var efst eftir skylduæfingarnar en náði sér engan veginn á strik í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Heimsmeistaramótið í listdansi á skautum hefst í Montpellier í Frakklandi dag og stendur yfir fram á sunnudag. Rússum var bannað að taka þátt vegna innrásarinnar í Úkraínu og því skipulögðu þeir sitt eigið mót. Og þar snýr Valieva aftur á svellið. Lyfjaprófið sem hún féll á er samt enn hangandi yfir henni en rússneska lyfjaeftirlitið á eftir að ákveða hvort hún fái einhvers konar refsingu. Þar í landi eru menn þó ekki beint þekktir fyrir að taka hart á ólöglegri lyfjaneyslu íþróttafólks eins og dæmin sanna.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira