Lögmál leiksins: Philly á ekki séns á titli og LeBron endar stigahæstur í sögunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2022 23:31 Það var létt yfir mönnum í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld. Stöð 2 Sport 2 „Nei eða já. Við elskum þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins í seinasta þætti af Lögmál leiksins. Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira