Skandall að mikilvæg tól sem hjálpa íslenskunni hafi verið á bak við lás og slá Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. mars 2022 09:30 Sveinbjörn hefur síðasta árið eða svo unnið að gerð orðabókarinnar. Þetta gerði hann allt í frítíma sínum og þiggur ekki krónu fyrir. vísir/arnar Ungur forritari sem var orðinn langþreyttur á að þurfa að greiða fyrir aðgang að Snöru tók málin í sínar hendur stofnaði fría orðabók á netinu. Hann segir skandal að stjórnvöld hafi ekki gert þetta fyrr. Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira