Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2022 22:22 Olga Gísladóttir er verkstjóri og gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði. Einar Árnason Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008. Það var svo loksins tólf árum síðar, haustið 2020, sem þrír ráðherrar gátu mætt á svæðið til að klippa á borðann. En það var ekki bara ferðaþjónustan sem fagnaði. Hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði, sem núna heitir Samherji fiskeldi, sáu menn Dettifossveg stytta flutninga á eldislaxi á markað. Þrír ráðherrar opnuðu Dettifossveg og þar með Demantshringinn með formlegum hætti þann 6. september 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra klipptu saman á borðann.MYND/MARKAÐSTOFA NORÐURLANDS „Það fer héðan einn gámur á viku. Hann fer austur, á Reyðarfjörð eða Seyðisfjörð,“ segir Olga Gísladóttir, gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði, og segir að með því að fara um Dettifossveg sparist klukkustund í akstri hvora leið, tveir tímar fram og til baka, miðað við að aka um Húsavík. En sá sparnaður næst bara ef Dettifossvegur er opinn og Vegagerðin mokar hann ekki frá 5. janúar og fram til 20. mars. Þá gildir svokölluð G-regla í snjómokstri, sem þýðir að ekki er mokað nema að beiðni viðkomandi sveitarfélags, og þá að hámarki einu sinni í viku, og gegn því að sveitarfélagið greiði helming kostnaðar á móti ríkinu. Milljarða framkvæmdir við þrjár fiskeldisstöðvar standa yfir í Öxarfirði um þessar mundir. Samherji er að stækka landeldisstöð sína um helming og Rifós, dótturfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, reisir seiðaeldisstöð við Kópasker og aðra í Lóni í Kelduhverfi. Vegalengdin um Dettifossveg milli Öxarfjarðar og Egilsstaða er 88 kílómetrum styttri miðað við að aka um Húsavík.Grafík/Ragnar Visage Eiginmaður Olgu rekur fyrirtækið Ístrukk, sem annast vöruflutninga vegna framkvæmdanna, og hefur meðal annars flutt steypueiningar frá Egilsstöðum til Kópaskers. Yfir háveturinn þarf hann að aka um Húsavík eða Vopnafjörð, meðan Dettifossvegur er ófær. „Sem er náttúrlega bara illa nýtt fjárfesting, að hafa hann lokaðan. Hann var ekki mokaður. Þetta hefði sparað honum nokkra klukkutíma og vandræði við að komast á milli að hafa hann opinn. En hann var ekki opinn,“ segir Olga Gísladóttir. Fjallað er um samfélagið á Kópaskeri í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má nálgast í heild sinni á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Norðurþing Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02 Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008. Það var svo loksins tólf árum síðar, haustið 2020, sem þrír ráðherrar gátu mætt á svæðið til að klippa á borðann. En það var ekki bara ferðaþjónustan sem fagnaði. Hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði, sem núna heitir Samherji fiskeldi, sáu menn Dettifossveg stytta flutninga á eldislaxi á markað. Þrír ráðherrar opnuðu Dettifossveg og þar með Demantshringinn með formlegum hætti þann 6. september 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra klipptu saman á borðann.MYND/MARKAÐSTOFA NORÐURLANDS „Það fer héðan einn gámur á viku. Hann fer austur, á Reyðarfjörð eða Seyðisfjörð,“ segir Olga Gísladóttir, gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði, og segir að með því að fara um Dettifossveg sparist klukkustund í akstri hvora leið, tveir tímar fram og til baka, miðað við að aka um Húsavík. En sá sparnaður næst bara ef Dettifossvegur er opinn og Vegagerðin mokar hann ekki frá 5. janúar og fram til 20. mars. Þá gildir svokölluð G-regla í snjómokstri, sem þýðir að ekki er mokað nema að beiðni viðkomandi sveitarfélags, og þá að hámarki einu sinni í viku, og gegn því að sveitarfélagið greiði helming kostnaðar á móti ríkinu. Milljarða framkvæmdir við þrjár fiskeldisstöðvar standa yfir í Öxarfirði um þessar mundir. Samherji er að stækka landeldisstöð sína um helming og Rifós, dótturfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, reisir seiðaeldisstöð við Kópasker og aðra í Lóni í Kelduhverfi. Vegalengdin um Dettifossveg milli Öxarfjarðar og Egilsstaða er 88 kílómetrum styttri miðað við að aka um Húsavík.Grafík/Ragnar Visage Eiginmaður Olgu rekur fyrirtækið Ístrukk, sem annast vöruflutninga vegna framkvæmdanna, og hefur meðal annars flutt steypueiningar frá Egilsstöðum til Kópaskers. Yfir háveturinn þarf hann að aka um Húsavík eða Vopnafjörð, meðan Dettifossvegur er ófær. „Sem er náttúrlega bara illa nýtt fjárfesting, að hafa hann lokaðan. Hann var ekki mokaður. Þetta hefði sparað honum nokkra klukkutíma og vandræði við að komast á milli að hafa hann opinn. En hann var ekki opinn,“ segir Olga Gísladóttir. Fjallað er um samfélagið á Kópaskeri í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má nálgast í heild sinni á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Norðurþing Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02 Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57
Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02
Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent