Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2022 12:33 Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir stjórnvöld verða að tryggja að öryggi íbúa sé ekki ógnað. Vísir/Einar Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. Foreldrar stúlkunnar sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 sögðu í kvöldfréttum okkar í gær að heilbrigðiskerfið hefði brugðist þeim. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. Þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri sem er í 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra og því skoðaði hjúkrunarfræðingur barnið en ekki læknir. Umfjöllunina má sjá að neðan. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu, segir íbúa hafa áhyggjur af hversu lítil heilbrigðisþjónusta sé í boði á staðnum. „Fólk hér hefur áhyggjur af þeirri heilbrigðisþjónustu og almennt þeirri þjónustu sem að ríkisvaldið á að bjóða okkur hérna og þetta umrædda slys hérna, hörmulegi atburður sem var hérna um daginn, hann kallar á þá umræðu og í raun og veru kallar líka á það að stjórnvöld gefi okkur skýr svör um það hvað er talið svona hæf þjónusta eða viðbragð hérna á svæðinu. Það er ekki í boði að mínu viti að fólk hérna búi við óöryggi. Því líði ekki vel hérna.“ Dæmi þess að tæpt hafi staðið Hann segir nokkur dæmi um það á síðustu árum að tæpt hafi staðið að veikt fólk hafi komist undir læknishendur í tíma. Of langt sé í næsta lækni ef bæjarbúar veikjast en enginn læknir er með fasta viðveru í bænum. „Sem dæmi þá erum við með flugvöll hérna og áætlunarflug hingað og þar af leiðandi möguleikar á sjúkraflug og þeir bjarga heilmiklu fyrir okkur það er ekki spurning um það. Það er hérna nýlegt tilfelli þar sem að kalla þurfti út snjóruðningstæki og björgunarsveit til þess að koma einstaklingi á sjúkrahús á Akureyri en sem betur fer tókst það vel en það mátti ekki tæpara standa.“ „Við þurfum að sækja alla okkar almennu læknisþjónustu, augnlækna, tannlækna og fleiri þjónustu um langan veg en þetta er svona grunnþjónusta sem þarf að vera til staðar og fólkið þarf að vera nokkuð öruggt um það að þessi þjónusta sé hérna til staðar til þess að okkur líði vel og líði sem öruggustum.“ Mæðgurnar Berglind og Petra.Aðsend Mikilvæg þjónusta þurfi að vera til staðar í bænum. „Þetta er bara liður í því að gera þetta að samfélagi ekki vinnustað að hafa þessa hluti í lagi.“ Hann segir stjórnvöld síðustu ár hafa skert þjónustu á landsbyggðinni á kostnað öryggis. „Svokallaðar hagræðingaraðgerðir þær bitna fyrst og fremst á dreifbýli það virðist vera þróunin undanfarin ár. Það er náttúrulega dýrara að reka þessa læknaþjónustu við gerum okkur grein fyrir því en það er svona þessi grunnþjónusta hún er skert.“ Á sjötta hundrað manns búa á Þórshöfn.vísir/Vilhelm Á milli fimm og sex hundruð manns búa á Þórshöfn og nágrenni og hefur andlát stúlkunnar haft mikil áhrif á samfélagið. „Nálægðin er mikil en styrkur samfélagsins felst í því að við höfum styrk af hvort öðru en þetta hefur áhrif á samfélagið í heild sinni. Þvert á stefnu stjórnvalda Foreldrarnir hafa nú ákveðið að flytja frá Þórshöfn til Akureyrar þar sem þau treysta sér ekki til að búa með syni sína svo langt frá læknum og sjúkrahúsi. „Harmur foreldra og aðstandenda er mjög mikill og okkar samúð liggur hjá þessu fólki en vonandi getum við samt dregið einhvern lærdóm af þessu og kannski verður umræðan í kjölfarið til þess að við skoðum þessi mál betur og fólk eins og þetta unga fólk duglega, sem er því miður að flytja héðan, að það þurfi ekki fleiri að flytja héðan út af þessum ástæðum. Það er þvert á hugmyndir okkar og stefnu stjórnvalda að jafna lífsgæði og lífskjör víða um landið. Þannig þetta er eitthvað sem ég held að ríkisvaldið þurfi að skoða í sínum ranni hvernig við getum tryggt öryggi íbúanna sem best.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Byggðamál Norðausturkjördæmi Heilbrigðismál Langanesbyggð Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. 20. mars 2022 22:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 sögðu í kvöldfréttum okkar í gær að heilbrigðiskerfið hefði brugðist þeim. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. Þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri sem er í 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra og því skoðaði hjúkrunarfræðingur barnið en ekki læknir. Umfjöllunina má sjá að neðan. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu, segir íbúa hafa áhyggjur af hversu lítil heilbrigðisþjónusta sé í boði á staðnum. „Fólk hér hefur áhyggjur af þeirri heilbrigðisþjónustu og almennt þeirri þjónustu sem að ríkisvaldið á að bjóða okkur hérna og þetta umrædda slys hérna, hörmulegi atburður sem var hérna um daginn, hann kallar á þá umræðu og í raun og veru kallar líka á það að stjórnvöld gefi okkur skýr svör um það hvað er talið svona hæf þjónusta eða viðbragð hérna á svæðinu. Það er ekki í boði að mínu viti að fólk hérna búi við óöryggi. Því líði ekki vel hérna.“ Dæmi þess að tæpt hafi staðið Hann segir nokkur dæmi um það á síðustu árum að tæpt hafi staðið að veikt fólk hafi komist undir læknishendur í tíma. Of langt sé í næsta lækni ef bæjarbúar veikjast en enginn læknir er með fasta viðveru í bænum. „Sem dæmi þá erum við með flugvöll hérna og áætlunarflug hingað og þar af leiðandi möguleikar á sjúkraflug og þeir bjarga heilmiklu fyrir okkur það er ekki spurning um það. Það er hérna nýlegt tilfelli þar sem að kalla þurfti út snjóruðningstæki og björgunarsveit til þess að koma einstaklingi á sjúkrahús á Akureyri en sem betur fer tókst það vel en það mátti ekki tæpara standa.“ „Við þurfum að sækja alla okkar almennu læknisþjónustu, augnlækna, tannlækna og fleiri þjónustu um langan veg en þetta er svona grunnþjónusta sem þarf að vera til staðar og fólkið þarf að vera nokkuð öruggt um það að þessi þjónusta sé hérna til staðar til þess að okkur líði vel og líði sem öruggustum.“ Mæðgurnar Berglind og Petra.Aðsend Mikilvæg þjónusta þurfi að vera til staðar í bænum. „Þetta er bara liður í því að gera þetta að samfélagi ekki vinnustað að hafa þessa hluti í lagi.“ Hann segir stjórnvöld síðustu ár hafa skert þjónustu á landsbyggðinni á kostnað öryggis. „Svokallaðar hagræðingaraðgerðir þær bitna fyrst og fremst á dreifbýli það virðist vera þróunin undanfarin ár. Það er náttúrulega dýrara að reka þessa læknaþjónustu við gerum okkur grein fyrir því en það er svona þessi grunnþjónusta hún er skert.“ Á sjötta hundrað manns búa á Þórshöfn.vísir/Vilhelm Á milli fimm og sex hundruð manns búa á Þórshöfn og nágrenni og hefur andlát stúlkunnar haft mikil áhrif á samfélagið. „Nálægðin er mikil en styrkur samfélagsins felst í því að við höfum styrk af hvort öðru en þetta hefur áhrif á samfélagið í heild sinni. Þvert á stefnu stjórnvalda Foreldrarnir hafa nú ákveðið að flytja frá Þórshöfn til Akureyrar þar sem þau treysta sér ekki til að búa með syni sína svo langt frá læknum og sjúkrahúsi. „Harmur foreldra og aðstandenda er mjög mikill og okkar samúð liggur hjá þessu fólki en vonandi getum við samt dregið einhvern lærdóm af þessu og kannski verður umræðan í kjölfarið til þess að við skoðum þessi mál betur og fólk eins og þetta unga fólk duglega, sem er því miður að flytja héðan, að það þurfi ekki fleiri að flytja héðan út af þessum ástæðum. Það er þvert á hugmyndir okkar og stefnu stjórnvalda að jafna lífsgæði og lífskjör víða um landið. Þannig þetta er eitthvað sem ég held að ríkisvaldið þurfi að skoða í sínum ranni hvernig við getum tryggt öryggi íbúanna sem best.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Byggðamál Norðausturkjördæmi Heilbrigðismál Langanesbyggð Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. 20. mars 2022 22:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00
Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. 20. mars 2022 22:00