„Gæti ekki gerst á verri tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 13:00 Elías Rafn Ólafsson missir af landsleikjunum við Finnland á laugardaginn og Spán í næstu viku en nær mögulega að spila í Þjóðadeildinni í júní. Getty/Alex Nicodim Elías Rafn Ólafsson fékk slæmar fréttir í gærkvöld þegar í ljós kom að hann hefði handleggsbrotnað. Um er að ræða fyrstu alvarlegu meiðslin hjá þessum 22 ára landsliðsmarkverði í fótbolta. Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“ Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“
Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31
Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31