Mikael Anderson skoraði eina mark AGF er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Viborg í dag. Mikael kom liðinu í forystu eftir um 15 mínútna leik, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu.
AGF og Viborg sitja hlið við hlið í deildinni, Viborg situr í sjöunda sæti með 27 stig eftir 22 leiki, einu stigi meira en AGF sem situr sæti neðar.
Þá vann Midtjylland 1-0 útisigur gegn Silkeborg í Íslendingaslag. Stefán Teitur Þórðarson spilaði fyrsta klukkutíman fyrir Silkeborg, en Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland.
Aron Elís Þrándarson lék síðari hálfleikinn í 2-0 tapi OB gegn Vejle og Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af varamannabekknum þegar um fimm mínútur voru til leiksloka í 1-0 sigri FCK gegn Nordsjælland.
Að lokum voru Atli Barkarson og Kristófer Ingi Kristinsson ónotaðir varamenn í 1-1 jafntefli Sonderjyske gegn Randers.