Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 10:44 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir leiðir listann. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi hreppti fjórða sætið. „Ég er bara ótrúlega þakklát að finna þennan sterka og og mikla stuðning og fá þetta skýra umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í vor og þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á síðustu vikum og mánuðum,“ sagði Hildur Björnsdóttir. Konurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í prófkjörinu. Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.ragnar visage Prófkjör fór einnig fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg í gær þar sem Bragi Bjarnason bar sigur úr býtum. Mikil bið var eftir fyrstu tölum í Reykjavík en upphaflega var stefnt að því að birta þær klukkan 19, klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu en biðin dróst á langinn og voru fyrstu tölur ekki birtar fyrr en um klukkan 22 með tilheyrandi stressi. „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar en þetta var erfið bið en það var mikill léttir þegar tölurnar komu svo loks.“ Ætlar að leiða flokkinn til sigurs Ertu ánægð með listann? „Ég er ánægð með listann. Þetta er kröftugur og öflugur hópur af fjölbreyttu fólki og hann endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn vel. Í þessum flokki er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta reynslu og þannig náum við að endurspegla breiddina í samfélaginu. Þannig að ég hlakka til að leiða þennan hóp til sigurs í vor.“ Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir leiðir listann. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi hreppti fjórða sætið. „Ég er bara ótrúlega þakklát að finna þennan sterka og og mikla stuðning og fá þetta skýra umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í vor og þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á síðustu vikum og mánuðum,“ sagði Hildur Björnsdóttir. Konurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í prófkjörinu. Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.ragnar visage Prófkjör fór einnig fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg í gær þar sem Bragi Bjarnason bar sigur úr býtum. Mikil bið var eftir fyrstu tölum í Reykjavík en upphaflega var stefnt að því að birta þær klukkan 19, klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu en biðin dróst á langinn og voru fyrstu tölur ekki birtar fyrr en um klukkan 22 með tilheyrandi stressi. „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar en þetta var erfið bið en það var mikill léttir þegar tölurnar komu svo loks.“ Ætlar að leiða flokkinn til sigurs Ertu ánægð með listann? „Ég er ánægð með listann. Þetta er kröftugur og öflugur hópur af fjölbreyttu fólki og hann endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn vel. Í þessum flokki er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta reynslu og þannig náum við að endurspegla breiddina í samfélaginu. Þannig að ég hlakka til að leiða þennan hóp til sigurs í vor.“ Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35