Langþráðir afmælistónleikar GusGus fara loksins fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:06 Daníel Ágúst er söngvari sveitarinnar og lofar veislu í kvöld. Afmælistónleikar hljómsveitarinnar GusGus fara loks fram í Hörpu í kvöld, tveimur árum á eftir áætlun. „Það er svolítið síðan við ætluðum að halda þá. Þá vorum við 25 ára, nú erum við 27,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari sveitarinnar, þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2, þar sem hann var mættur í smink. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 og fagnaði því 25 ára afmæli á því herrans ári 2020, þegar Covid-19 olli því að lítið var um stórtónleika, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Daníel Ágúst segir að fresta hafi þurft tónleikunum þrisvar eða fjórum sinnum, og kveðst spenntur fyrir kvöldinu. „Það er náttúrulega frábært að fá að vinna vinnuna sína og forréttindi að fá að vinna við það sem maður hefur áhuga á og elskar.“ Fjöldi fólks mun koma fram með sveitinni í kvöld og Daníel Ágúst lofar skemmtun. „Þetta verður stórveisla.“ Fernir tónleikar eru fyrirhugaðir um helgina vegna afmælis sveitarinnar. Tvennir í kvöld og tvennir á morgun. Uppselt er á alla. Tónlist Reykjavík Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er svolítið síðan við ætluðum að halda þá. Þá vorum við 25 ára, nú erum við 27,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari sveitarinnar, þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2, þar sem hann var mættur í smink. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 og fagnaði því 25 ára afmæli á því herrans ári 2020, þegar Covid-19 olli því að lítið var um stórtónleika, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Daníel Ágúst segir að fresta hafi þurft tónleikunum þrisvar eða fjórum sinnum, og kveðst spenntur fyrir kvöldinu. „Það er náttúrulega frábært að fá að vinna vinnuna sína og forréttindi að fá að vinna við það sem maður hefur áhuga á og elskar.“ Fjöldi fólks mun koma fram með sveitinni í kvöld og Daníel Ágúst lofar skemmtun. „Þetta verður stórveisla.“ Fernir tónleikar eru fyrirhugaðir um helgina vegna afmælis sveitarinnar. Tvennir í kvöld og tvennir á morgun. Uppselt er á alla.
Tónlist Reykjavík Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira