„Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2022 10:00 Baldvin Þór Magnússon fagnaði með fjölskyldu sinni í Belgrad í gær eftir að hafa hlaupið sig inn í úrslitin á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Á neðri myndinni má sjá Baldvin á ferðinni í gærmorgun, fjórða í röðinni. Aðsend/Getty „Ég get ekki beðið eftir því að hlaupa og eltast við heimsmeistaratitil,“ segir Baldvin Þór Magnússon sem náði frábærum árangri á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í gær, þegar hann hljóp sig inn í úrslit í 3.000 metra hlaupi. Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira